Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

49. ársþing LSÍ

02.04.2024

 

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) var haldið í 49. skipti í húsnæði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) þann 16. mars síðastliðin.  Valdimar Leó Friðriksson, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, mætti fyrir hönd ÍSÍ ásamt því að gegna starfi þingforseta.

Kosið var um ný lög og nýjar mótareglur, sem samþykktar voru samhljóða á þinginu en bíða nú samþykktar frá ÍSÍ. Helstu breytingar voru að samstilla þær betur að reglum Alþjóðalyftingasambandsins (IWF) og uppfæra efni og orðalag þannig að það passi betur að nútímanum. Stefnt er að því að setja lög og mótareglur á heimasíðu LSÍ sem fyrst svo lög og reglur verði aðgengileg öllum. 

Stöðugildum innan stjórnar var fækkað með nýju reglunum en 
Helga Hlín Hákonardóttir, formaður, hélt embætti sínu og eru  meðstjórnendur Ásgeir Bjarnason, Erna Héðinsdóttir, Harpa Þorláksdóttir og Hrund Scheving. Magnús B. Þórðarson hætti sem varaformaður en tók sæti í varastjórn ásamt Birki Erni Jónssyni.  

Gerald Brimir Einarsson og Erla Ágústsdóttir tóku við sem fulltrúar íþróttamanna í stjórn og í Norðurlandasambandinu. Íþróttafólk getur leitað til þeirra með ýmis málefni er varða íþróttina og komið spurningum og athugasemdum til stjórnar.

Nánari fréttir um ársþingið og breytingar á stjórn má finna á heimasíðu LSÍ.

Mynd/LSÍ