Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.05.2024 - 27.05.2024

Ársþing ÍRB 2024

Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB)...
25

Heiðranir á héraðsþingi UMSK

03.04.2024

 

Á Héraðsþingi Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) þann 21. mars síðastliðinn voru nokkrir einstaklingar sæmdir heiðursviðurkenningum ÍSÍ fyrir góð störf fyrir íþróttahreyfinguna innan starfssvæðis UMSK.

Geirlaug B. Geirlaugsdóttir og Ólafur Björnsson voru sæmd Gullmerki ÍSÍ og Alexander Arnarson, Björg Erlingsdóttir, Halldór Arnarson og Hilmar S. Sigurðsson voru sæmd Silfurmerki ÍSÍ.

Geirlaug B. Geirlaugsdóttir var fjarverandi en Áslaug Pálsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd.
Hafsteinn Pálsson formaður Heiðursráðs ÍSÍ og meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ stýrði afhendingu heiðursviðurkenninganna með góðri aðstoð Valdimar Leó Friðrikssonar, meðstjórnanda í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Myndirnar sem fylgja eru af heiðursviðurkenningunum.  Stærri myndin af Gullmerkishöfum og minni myndin af Silfurmerkishöfum.  ÍSÍ óskar öllum til hamingju með viðurkenningnar og þakkar um leið fyrir ómetanleg störf í þágu íþróttanna.  

Myndir með frétt