Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Ársþingi ÍS lokið með samþykktri aðild að UMFÍ

26.04.2024

 

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS) var haldið í Golfklúbbi Sandgerðis 18. apríl sl. Fundarstjóri var Hilmar Egill Sveinbjörnsson og fundarritari Guðrún Gunnardóttir. 

Farið var yfir hefðbundin störf, s.s. skýrslu stjórnar, ársreikning og fleira.  Þingið gekk vel fyrir sig en að þessu sinni lágu ekki mörg mál fyrir til afgreiðslu. Seint á síðasta ári sótti ÍS um aðild að Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) með þeim fyrrivara að aðild yrði samþykkt á ársþinginu.  Umsóknin var samþykkt og er ÍS því orðinn sambandsaðili UMFÍ. Innan ÍS eru níu félög, þar á meðal Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennafélag Grindavíkur, sem hafa haft beina aðild að UMFÍ. Sú aðild fellur nú niður og verða félögin aðildarfélög UMFÍ, í gegnum ÍS. Hin félögin innan íþróttabandalagsins eru Golfklúbbur Grindavíkur, Golfklúbbur Sandgerðis, Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, Hestamannafélagið Brimfaxi, Knattspyrnufélagið GG, Knattspyrnufélagið Reynir og Knattspyrnufélagið Víðir.

Í stjórn ÍS voru kjörin:  Gunnar Jóhannesson, formaður og Hilmar Egill Sveinbjörnsson, varaformaður.  Aðrir í stjórn eru: Kjartan Adolfsson, gjaldkeri, Atli Þór Karlsson, ritari og Sigríður Þorleifsdóttir, meðstjórnandi.

Á fundinum var jafnframt farið yfir starf félaganna á svæðinu, sem almennt er gott, utan þess að starfið í Grindavík er í smá uppnámi sem stendur, en allir staðráðnir í að horfa fram á veginn jákvæðum augum.