Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Ársþing BTÍ haldið í Laugardalnum

07.05.2024

 

Ársþing Borðtennissambands Íslands 2024 fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 4. maí 2024 kl. 15.00. Þingforseti var kjörinn Valdimar Leó Friðrikssyni, fráfarandi framkvæmdastjóri BTÍ, og þingritari Guðrún Gestsdóttir, úr stjórn BTÍ. 
 
Störf þingins voru venju samkvæmt. Reikningar bornir undir atkvæði og þeir samþykktir einróma auk þess sem fjárhagsáætlun kynnt. Formaður stjórnar kynnti svo skýrsla stjórnar fyrir árið 2023. 

Breytingar urðu ekki miklar á stjórn og hélt Auður Tinna Aðalbjarnardóttir áfram sem formaður BTÍ sem og Sigurjón Ólafsson, ritari, en engin mótframboð bárust. Jóhann Ingi Benediktsson kom nýr inn í aðalstjórn og að auki halda áfram Guðrún Gestsdóttir og Már Wolfang Mixa, sem kosin voru í fyrra til tveggja ára. Í varastjórn eru Pétur Stephensen, Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson og Jón Gunnarsson. 

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, var mættur fyrir hönd sambandsins og ávarpaði þingið. Andri bar fyrir kveðjur frá forseta ÍSÍ, stjórn og starfsfólki með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Vakti athygli á að borðtennishreyfingin ætti mikið inni hvað varðar útbreiðslu og hvatti alla til að nýta sér tilvonandi svæðisskrifstofur. Kom inn á afreksíþróttastarfið í framtíðinni og þá byltingu sem verður er væntanlegur stuðningur við fremsta íþróttafólk landsins og sérsamböndin verður að veruleika.

Á myndinni, sem fengin var hjá BTÍ, má sjá nýskipaða stjórn BTÍ.