Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Afreksbúðir ÍSÍ - Best í heimi og Verndun, velferð og samskipti

14.05.2024

 

Afreksbúðir ÍSÍ fóru fram mánudaginn 13. maí í Laugardalshöll. Yfirskriftin að þessu sinni var Best í heimi og Verndun, velferð og samskipti.  

Frábær mæting var á fyrirlesturinn en um 115 þátttakendur tóku þátt, rúmlega 60 sem mættu í Laugardalshöllina og rúmlega 50 sem fylgdust með í gegnum streymi. Þátttakendur komu frá 26 sérsamböndum og hefur þátttaka sjaldan verið svona góð.
 
Vésteinn Hafsteinsson, Afreksstjóri ÍSÍ, hélt erindi um það Hvernig maður verður bestur í heimi. Vésteinn var lengi afreksíþróttamaður í kringlukasti og tók fjórum sinnum þátt í Ólympíuleikunum sem keppandi og sex sinnum sem landsliðsþjálfari. Í sumar mun hann fara á sína elleftu Ólympíuleika. Í erindi sínu fór hann yfir það hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að verða meðal þeirra fremstu í heimi í sinni íþrótt og hvaða leið hann fór á sínum ferli.   
 
Kristín Birna Ólafsdóttir, sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ, hélt svo erindi um Verndun, velferð og samskipti í íþróttum. Hún er fyrst Íslendinga til að ljúka námi hjá Alþjóða Ólympíunefndinni um verndun og velferð í íþróttum og fór hún yfir hvað felst í verndun og velferð innan íþróttahreyfingarinnar. Einnig fór hún yfir hversu mikilvægt það er að eiga góð og jákvæð samskipti og hvað skyldi forðast.
 
Afreksbúðir ÍSÍ eru ætlaðar íþróttafólki 18 ára og yngri, sem tilnefnd hafa verið af sérsamböndunum í afreks- og úrvalshópa þeirra. 


 

Myndir með frétt