Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

Vorfjarnámi ÍSÍ lokið

24.05.2024

 

Vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs er nú lokið.  Fjarnám ÍSÍ er almennur hluti þjálfaramenntunarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. 

Samtals luku 55 þjálfarar námi að þessu sinni, 41 á 1. stigi og 14 á 2. stigi.  Þjálfararnir dreifast á flest íþróttahéruð landsins og alls koma þeir frá 20 mismunandi íþróttagreinum.  Nokkuð mikil dreifing var á þjálfurunum m.t.t. íþróttagreina en að þessu sinni komu flestir þjálfararnir frá körfuknattleik eða 9 talsins og 6 þjálfarar komu frá skíðaíþróttum, blaki og akstursíþróttum.

Sumarfjarnám ÍSÍ á 1. og 2. stigi hefst mánudaginn 10. júní nk. og er skráning komin í fullan gang hér:  http://www.abler.io/shop/isi 

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði í síma 514-4000 og 863-1399.