Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Sveinn og Melkorka Rán á leið til Ólympíu

29.05.2024

 

Þau Sveinn Sampsted og Melkorka Rán Hafliðadóttir voru valin úr hópi umsækjenda til að sækja námskeið Alþjóða Ólympíuakademíunnar sem fram fer í Ólympíu í Grikklandi dagana 8.-21. júní. Námskeiðið er haldið árlega og stendur tveimur einstaklingum á aldrinum 20-30 ára til boða að taka þátt og er ferðin þeim að kostnaðarlausu. 

Sveinn og Melkorka kíktu í heimsókn í Íþróttamiðstöðina, fengu merktan fatnað og voru nestuð með ýmsum upplýsingum og eru nú tilbúin til fararinnar. Þau ætla að leyfa okkur að fylgjast með ferðalaginu á Instagram og Instastory (isiiceland) og gefa þannig öðrum innsýn í verkefnið.

Þátttakendur byrja dvölina í Aþenu og keyra svo til Ólympíu þar sem aðalhluti námskeiðsins fer fram og búa á heimavist Alþjóða Ólympíuakademíunnar. Unnið er í lotum fyrir og eftir hádegi sem lýkur með umræðum. Að því loknu er ýmislegt gert til að hrista hópinn saman; keppt í allskonar íþróttum, farið á stöndina og í skoðunarferðir. Reynsla þeirra sem hafa farið er að þau hafa öðlast dýpri skilning á sögu Ólympíuleikanna, fyrir hvað Ólympíuhugsjónin stendur og hvernig megi miðla þeirri þekkingu áfram. Það dýrmætasta hafa þó verið vináttuböndin sem þátttakendur mynda að lokinni tveggja vikna dvöl. 

Myndir með frétt