Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2024

31.05.2024

 

Tuttugasta og önnur verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fór fram í Íþróttamiðstöðinni í hádeginu í dag, 31. maí. Verkefninu er því formlega lokið í ár.

Keppnin stóð yfir frá 8. - 28. maí. Verðlaun voru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall þátttökudaga. Í kílómetrakeppninni fengu liðin sem urðu í þremur efstu sætunum verðlaun, bæði í fyrir heildarfjölda kílómetra og einnig fyrir hlutfall kílómetra miðað við fjölda starfsmanna. Alla vinnustaði í verðlaunasæti má finna hér á vefsíðu verkefnisins.

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að nota virkan ferðamáta. Það var hörð keppni á milli hópa hjá mörgum fyrirtækjum og keppni fram á síðasta dag.

Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á heimasíðu verkefnisins og upplýsingar um alla vinningshafa í skráningar-, mynda- og liðstjóraleik má finna hér.

Samstarfsaðilar Hjólað í vinnuna í ár voru Icelandair, Getspá, Toyota, Örninn, Rás2, Unbroken og Hopp.

Starfsfólk ÍSÍ þakkar öllum þátttakendum fyrir keppnina í ár og óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju!
Þið getið öll klappað ykkur á bakið, þið hafið öll verið frábærar fyrirmyndir í hreyfingu og umhverfisvænum samgöngum.

Á myndinni má sjá hópmynd af verðlaunahöfum í 1. - 3. sæti í hlutfalli daga og kílómetrakeppninni, auk verðlaunahafa í skráningar- og liðsstjóraleikjunum. Fleiri myndir af verðlaunaafhendingu er hægt að finna hér á myndasíðu ÍSÍ.