Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Linda Laufdal fulltrúi ÍSÍ á námskeiði Ólympíuakademíunnar

11.06.2024

 

Í maí á hverju ári heldur Alþjóða Ólympíuakademían (IOA) námskeið í Grikklandi þar sem starfsfólki Ólympíusambanda og Ólympíuakademía víðs vegar um heiminn er boðin þátttaka. Þátttakendur ferðast til borgarinnar Ólympíu og fræðast um gildi Ólympíuhreyfingarinnar á einn eða annan hátt í gegnum fræðslu, vinnustofur, og skoðunarferðir. Í ár var námskeiðið haldið í 17. sinn, dagana 13. - 20. maí og var fulltrúi ÍSÍ Linda Laufdal, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ. 

Helsta markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um gildi Ólympíuhreyfingarinnar en þemað í ár var “Íþróttafólkið í samfélaginu”. Skipulag hvers dags var nokkuð svipað þar sem dagarnir hófust með fyrirlestrum og umræðum og síðan tók við hópavinna með umræðum og verkefnavinnu. Hóparnir unnu í sínum verkefnum, sem enduðu svo með kynningum á niðurstöðum. Linda var hópstjóri yfir sínum hóp ásamt Maria Barakat frá Jórdaníu. Dagarnir voru fullir af áhugaverðum erindum frá fyrirlesurum IOC eða íþróttahreyfingunni.

Þátttakendum var boðið í skoðanaferðir og fræðslu um Ólympíuleikana. Á leið til Ólympíu var fornleikhúsið Epidaurus skoðað og síðar Ólympíusafnið ásamt rústunum þar sem fyrstu Ólympíuleikarnir voru haldnir. 
Hér má sjá verkefni hópsins sem Linda var í. Í hópnum voru þátttakendur frá Íslandi, Jórdaníu, Kenýa, Kosovo, Úkraínu, Lettlandi, Lesotho, Úrugvæ og Portúgal.

Myndir/Linda Laufdal.

Myndir með frétt