Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Stjórn endurkjörin á ársþingi HNÍ

13.06.2024

 

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) fór fram sunnudaginn 2. maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Engar breytingar voru gerðar á lögum HNÍ en samþykktar voru breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem hefur verið birt á heimasíðunni. Ársreikningur og fjárhagsáætlun voru einnig samþykkt. 

Stjórnin HNÍ var endurkjörin og verður Jón Lúðvíksson áfram formaður. Aðrir stjórnarmeðlimir eru Arnór Már Grímsson, Kjartan Valur Guðmundsson, Sævar Ingi Rúnarsson og Þórarinn Hjartarson.
Stjórn HNÍ heiðraði þá Sigurjón Gunnsteinsson, Ólaf Guðlaugsson og Unnar Karl Halldórsson fyrir óeigingjörn og góð störf í þágu hnefaleika í gegnum árin. Á meðfylgandi mynd má sjá Gunnar Guðjónsson, sem tók á móti viðurkenningu fyrir hönd Unnars, Ólaf Guðlaugsson og Sigurjón Gunnsteinsson.

Nánari frétt má finna á heimasíðu Hnefaleikasambandsins.