Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Snæfríður Sól fer á Ólympíuleikana í París

24.06.2024

 

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóðaólympíunefndin staðfesti svo í dag. Snæfríður Sól hefur staðið sig vel undanfarið og synt mjög vel á síðustu mótum. Snæfríður Sól verður þar með fjórði Íslendingurinn sem kemst inn á Ólympíuleikana sem munu hefjast í júlí.

Anton Sveinn McKee, sundmaður, Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður, hafa nú þegar tryggt sér þátttökurétt á leikunum.

ÍSÍ óskar Snæfríði Sól innilega til hamingju með þátttökusætið og góðs gengis á sinni Ólympíuvegferð. 

Myndir með frétt