Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Anton Sveinn og Snæfríður Sól hafa lokið keppni

29.07.2024

 

Þriðjudagurinn 30. júlí, er fjórði dagur Ólympíuleikanna í París.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti 100m skriðsund í dag. Hennar besti tími er 54,74, sem er Íslandsmet, en í dag synti hún á 54,85. Sundið hennar var glæsilegt en því miður náði hún ekki að vera ein af sextán hröðustu keppendunum, þrátt fyrir að ekki hafi miklu munað. Hún endar í 19. sæti af 31 keppanda.

Anton Sveinn McKee synti einnig í morgun, en hann synti 200m bringusund . Hans besti tími er 2:08,74, sem er Íslandsmet, en fyrra sundið synti hann á 2:10.36. Hann var fjórði í sínum riðli og með níunda besta tímann. Sundið var vel útfært hjá Antoni Sveini og hann flaug inn í undanúrslitin! Í undanúrslitunum kom hann áttundi í mark í sínum riðli á tímanum 2:10,42 og var samanlagt í 15. sæti. Hann fer því ekki í úrslit en stóð sig engu að síður glæsilega!

ÍSÍ óskar Snæfríði Sól og Antoni Sveini innilega til hamingju með glæsilegan árangur á Ólympíuleikunum í París, stærsta íþróttasviði í heimi!

 

Myndir með frétt