Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Helga Margrét, móðir Antons Sveins, fylgdist með syni sínum á Ólympíuleikunum

31.07.2024

 

Helga Margrét Sveinsdóttir, móðir Antons Sveins McKee sundmanns, var mætt í sundhöllina í París til að fylgjast með sínum syni og hvetja hann áfram. Hún var þar í góðum félagsskap formanns og framkvæmdastjóra Sundsambands Íslands á viðburðinum og fulltrúum úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Helga sagðist bæði spennt og stolt fyrir hans hönd en hún fylgir honum alltaf þegar hún getur. Þetta eru hennar aðrir Ólympíuleikar sem hún fylgir honum. Síðustu leikar, sem haldnir voru í Tókýó 2021, voru án áhorfenda vegna COVID-19, og eins hafði hún ekki tök á því að fara til Ríó árið 2016.

Hún segir það magnaða tilfinningu að fylgja syni sínum á Ólympíuleika, sem er stærsti íþróttavettvangur í heimi og vera ákaflega stolt af þeirri vegferð sem Anton Sveinn hefur verið á og auðvitað hans árangri. Hún sagðist vita hversu mikið hann hefur lagt að sér og er glöð hvernig hann náði t.d. að samtvinna sundið með náminu en hann fékk viðurkenningu fyrir afburðar námsárangur og sundafrek þegar hann stundaði nám í Bandaríkjunum á sínum tíma! 

Þar sem Anton Sveinn hefur nú lokið keppni, taka við rólegri dagar í París þar sem Helga getur notið þess sem borgin hefur uppá að bjóða. 

Myndirnar voru teknar í sundhöllinni La Défence í París í gær eftir að Anton lauk keppni. Með Helgu Margréti eru Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands, og Ingibjörg Helga Arnardóttir, framkvæmdastjóri Sundsambandsins.

Myndir með frétt