Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Göngum í skólann hefst á morgun!

03.09.2024

 

Göngum í skólann 2024 verður sett hátíðlega miðvikudaginn 4. september í Brekkuskóla á Akureyri. Þetta er í átjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Tekur þinn skóli ekki örugglega þátt í ár?

Að setningu lokinni verður verkefnið ræst með viðeigandi hætti þar sem nemendur, starfsfólk og gestir Brekkuskóla munu ganga stuttan hring í nærumhverfi skólans.

Þátttökuskólum í Göngum í skólann, hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum. Fyrst þegar verkefnið fór af stað árið 2007 tóku 26 skólar þátt en í fyrra voru samtals 83 skólar skráðir til þátttöku.
 Það er einfalt að skrá skóla með í verkefnið, það eina sem þarf að gera er að smella hér og fylla inn nokkrar upplýsingar um skólann.


ÍSÍ hvetur alla skóla og nemendur til að taka þátt í Göngum í skólann og/eða nota virkan ferðamáta!