Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Norrænn fundur um íþróttir barna og unglinga

20.09.2024

 

Dagana 16.-17. september síðastliðinn var haldinn fundur í Osló, Noregi um íþróttir barna og unglinga meðal fulltrúa íþróttasambanda Norðurlandanna. Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Fræðslu- og Almenningssviðs ÍSÍ, og Þórarinn Alvar Þórarinsson, sérfræðingur á sama sviði, sóttu fundinn fyrir hönd ÍSÍ. Fulltrúar frá níu þjóðum áttu fulltrúa á fundinum, en auk Norðurlandanna fimm, áttu Álandseyjar, Grænlendingar, Færeyingar og Hollendingar fulltrúa. Á síðasta ári sóttust Hollendingar eftir því að fá að taka þátt í þessu samstarfi og eiga fulltrúa í hópnum og var þeim vel tekið. Norðurlandaþjóðirnar hafa skipts á að halda fundinn, sem haldinn er árlega. Á síðasta ári var hann haldinn á Íslandi en þess fyrir utan hittist hópurinn reglulega yfir árið á fjarfundum. 

Í ár fengu þjóðirnar verkefni fyrirfram, að eigin vali, til að kynna á fundinum. Verkefnið Allir með, varð fyrir valinu hjá íslensku fulltrúunum. Tveir starfsmenn Norska íþróttasambandsins (Norges idrætsforbund, NIF) kynntu fyrir þátttakendum hvernig NIF vinnur með tilkynningar og mál er varða kynferðislegt ofbeldi og áreitni og hverjir þurfa að skila inn sakarvottorðum og hvernig fyrirkomulagið er þar í kring. Hópnum var svo skipt upp í nokkra minni hópa þvert á þjóðerni þar sem hver hópur vann að ólíkum verkefnum og að síðustu fékk hópurinn fyrirlestur frá norskum rannsakanda sem kannaði það hvort hvort leikurinn og fjölbreytni í æfingavali, geti skilað sama íþróttalegum árangri og interval þjálfun hjá börnum og unglingum sem æfa gönguskíði. 

Að lokum fékk hópurinn tækifæri til að heimsækja Skíðasafnið í Osló, sem er það elsta í heimi eða yfir 100 ára gamalt, og fara upp í Holmenkollen, skíðastökkpallinn fræga, og njóta útsýnisins yfir borgina áður en haldið væri heim.