Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Glæsilegur árangur Andra Nikolayssonar á Viking CUP 2024

23.09.2024

 

Um helgina fór fram heimsbikarmót í skylmingum karla og kvenna með höggsverði, Viking Cup 2024, og var mótið haldið hér á landi í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal. Mótið er heimsbikarmót og gefa 8 efstu sætin stig á heimslista skylmingamanna. Keppendur voru 30 talsins frá sextán þjóðum og voru níu keppendur frá Íslandi.

Andri Nikolaysson Mateev stóð sig afar vel og vann alla sína baradaga nema einn og færðist upp um tuttugu sæti á heimslistanum með þessum árangri. Gunnar Egill Ágústsson hafnaði í sjöunda sæti og kvennamegin hafnaði Karítas Jónsdóttir í  sjötta sæti og Anna Edda Smith Gunnarsdóttir í áttunda sæti. 

Nánari upplýsingar um mótið má finna á Facebook síðu Skylmingasambandsins

ÍSÍ óskar Andra, íslensku keppendunum og þeirra teymi innilega til hamingju með árangurinn. 

Fyrir íslands hönd kepptu: 
Alfred Ási Davíðsson, 
Andri Nikolaysson Mateev, 
Emil Ísleifur Sumarliðason, 
Gunnar Egill Ágústsson, 
Kjartan Gunnsteinn Kjartansson, 
Magnús Matthíasson og 
Ýmir Darri Hreinsson.

Anna Edda Gunnarsdóttir Smith og
Karitas Jónsdóttir

Myndir/Skylmingasambandið og Andri Mateev.

 

Myndir með frétt