Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
19

Íþróttaviku Evrópu formlega lokið

02.10.2024

 

Vikuna 23. – 30. september var mikið um að vera á öllu landinu, í tilefni af Íþróttaviku Evrópu - #BeActive. Sveitarfélög, íþróttahéruð, íþróttafélög og framhaldsskólar buðu upp á metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi.
Á dagskrá í Íþróttavikunni voru til dæmis opnir tímar/æfingar hjá íþróttafélögum víðs vegar um landið, sem vildu kynna íþróttagreinar og námskeið. Líkamsræktarstöðvar voru með opin hús, þjónustumiðstöðvar voru með frábæra dagskrá og boðið var uppá gönguferðir, hjólaferðir, skautaferðir, lyftinganámskeið, frisbígolf, prjónagöngu, jóga og hreyfingu fyrir eldri borgara og svo var frítt í sundlaugar víða um land auk margra annarra skemmtilegra viðburða. Samstarfsaðilar fengu einnig fyrirlesara til að halda erindi og voru það meðal annars Dr. Viðari Halldórssyni, Erla Björnsdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Pálmar Ragnarsson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sem fóru víða um landið þessa viku.

#BeActive night var haldið í ár og þemað var Zumba-sundlaugaveisla. Alls tóku tíu sundlaugar/sundstaðir þátt í ár og heppnuðust viðburðir með eindæmum vel.
Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur fengið styrk frá Evrópusambandinu, European Commission, til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
  
Nítján sveitarfélög, átján framhaldsskólar og fimm íþróttahéruð sóttu um styrk til ÍSÍ og buðu upp á virkilega metnaðarfullar dagskrár með heilsutengdum viðburðum. Flesta viðburði má sjá á heimasíðu verkefnisins hér.
Samfélagsmiðlar BeActive Iceland voru stútfullir af skemmtilegu efni sem var merkt #beactiveiceland og #beactive.  
Fleiri myndir frá vikunni má sjá hér

ÍSÍ þakkar öllum þeim sem gerðu Íþróttaviku Evrópu ógleymanlega í ár og hlakkar til Íþróttaviku Evrópu árið 2025.

ÍSÍ hvetur alla, sem vilja vera með á næsta ári, að senda póst á beactive@isi.is.

Myndir með frétt