Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð

03.10.2024

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vekur athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð. Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2024.

Sótt er um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins. 

Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á sviði heilsueflingar og forvarna. Áherslur við styrkveitingu fyrir árið 2025 verða eftirfarandi:
• Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu, vellíðan og samkennd, sérstaklega meðal ungs fólks. 
• Aðgerðir sem miða að því að efla félagsfærni og tengsl. 
• Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.
• Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir.
• Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.
• Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.
• Aðgerðir sem stuðla að jafnvægi þéttbýlis og dreifbýlis.

Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:
• Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi
• Þingsályktun um lýðheilsustefnu til ársins 2030
• Stefna í áfengis- og vímuvörnum til 2020
• Stefna í geðheilbrigðismálum til 2030
• Stjórnarsáttmála um bætta lýðheilsu, aukna velsæld og jafnt aðgengi.


Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:
• Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu.
• Verkefni með eigin fjármögnun og/eða annað mótframlag.
• Verkefni sem ekki eru unnin eingöngu af stofnunum á föstum fjárlögum.


Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu.

Nánari upplýsingar á vef embættis landlæknis.

Myndir með frétt