Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Skíðaþing haldið á Ísafirði

04.10.2024

 

75. ársþing Skíðasambands Íslands (SKÍ) var haldið á Ísafirði, dagana 20. til 21. september sl. Þingið var haldið í Stjórnsýsluhúsinu í boði Skíðafélags Ísfirðinga og var fjölsótt. Skýrsla stjórnar og ársreikningar voru lagðir fyrir þingið til samþykktar og má finna á heimasíðu Skíðasambands Íslands. 

Undir önnur mál voru eftirtaldin atriði, þ.e. samþykktir eða ákvarðanir á þinginu:
1. Að skíðaskotfimi var samþykkt sem keppnisgrein innan sambandsins og var jafnframt samþykkt ný reglugerð um bikarmót og Íslandsmót í skíðaskotfimi.
2. Að ný nefnd var stofnuð, skíðaskotfiminefnd. Formaður hennar var kjörin Veronika Gustev og tekur hún sæti í stjórn SKÍ skv. lagabreytingu sem einnig var samþykkt.
3. Þá voru afgreiddar minnihátta reglugerðabreytingar fyrir mót og keppnir hreyfingarinnar. 
4. Samþykkt var ályktun um aðstöðumál skíðahreyfingarinnar.

Þá var sérstök málstofa á þinginu á laugardagsmorgninum með Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, um framtíðarfyrirkomulag almennings- og afreksíþrótta í landinu.

Viðurkenningar voru veittar ellefu einstaklingum en þeir voru heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar og var það formaður SKÍ sem afhenti heiðursmerkin. Á myndinni má sjá eftirtalda einstakinga:

Birna Jónasdóttir, SFÍ
Guðmundur Agnarsson, SFÍ
Jóhanna Oddsdóttir, SFÍ
Jóna Lind Kristinsdóttir, SFÍ
Sigríður Laufey Sigurðardóttir, SFÍ
Sigurður Erlingsson, SFÍ
Þórunn Pálsdóttir, SFÍ
Davíð Höskuldsson, SFÍ
Guðjón Höskuldsson, SFÍ
Þorlákur Baxter, SFÍ
Hafsteinn Sigurðsson, SFÍ, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum og formaður Skíðaráðs Ísafjarðar um árabil sem hlaut heiðurskröss SKÍ.