Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Dagur göngunnar #worldwalkingday

07.10.2024

 

Í gær, sunnudaginn 6. október, fór fram boðhlaupsganga um allan heim á Degi göngunnar, þar sem markmiðið var að koma á rafrænu boðhlaupskefli yfir öll 24 tímabelti heimsins. Með þessu var verið að hvetja til aukinnar hreyfingar á heimsvísu og samhliða koma á framfæri mikilvægum skilaboðum. 

Special Olympics fimleikakappinn, fjölmiðlamaðurinn og eigandi framleiðslufyrirtækisins MOA Production, Magnús Orri Arnarson útbjó frábært myndband og rétti keflið áfram fyrir hönd Ísland. Í myndbandinu talaði Magnús Orii um um mikilvægi þess að auka sýnileika og fagna fjölbreytileikanum í öllum íþróttum og þess sem hann hvetur til þess að allir fái tækifæri til að stunda íþróttir óháð aðstæðum. Kl. 10.00 í gærmorgun fór þetta myndband í loftið undir myllumerkinu #worlwalkingday.

Það er mikilvægt að huga að andlegri og líkamlegri heilsu með því að hreyfa sig reglulega. Þessi boðhlaupsganga var táknræn en á sama tíma var verið er að hvetja fólk til þess að hreyfa og sýna þannig sameiningarmátt með því að rétta keflið áfram um allan heim.
Það er TAFISA (The Association For International Sport for All) sem skipuleggur verkefnið ár hvert en milljónir manns í yfir 170 löndum hafa tekið þátt síðan verkefnið fór fyrst af stað árið 1991.

Myndbandið má finna hér

Myndir með frétt