Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
31

Erna Héðinsdóttir hlýtur silfurstjörnu EWF

28.10.2024

 

Erna Héðinsdóttir hlaut um helgina, fyrst Íslendinga, silfurstjörnu Evrópska lyftingasambandsins (EWF), en Erna er alþjóðlegur lyftingadómari og situr jafnframt í stjórn Lyftingasambands Íslands (LSÍ). Viðurkenninguna fékk hún afhenda á Evrópumeistaramót ungmenna sem haldið var í Raszyn í Póllandi um helgina.

Erna varð einnig í sumar fyrsti íslenski lyftingadómarinn til að dæma á Ólympíuleikum þegar hún dæmdi í París en Erna hefur verið iðin við að dæma síðustu ár og dæmt á fjölda móta hjá Evrópska lyftingasambandinu. Viðurkenninguna fær hún fyrir frábært starf á Ólympíuleikunum sem og fyrir ómetanlegt framtak við framgöngu lyftinga á Íslandi. Þess má geta að það eru fáir sem hljóta þessa viðurkenningu, einungis einn til þrír einstaklingar á hverju ári og því mikill heiður fyrir Ernu.  

ÍSÍ óskar Ernu innilega til hamingju með viðurkenninguna!

Myndir/LSÍ

Myndir með frétt