Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Kona kosin formaður LH í fyrsta skipti

12.11.2024

 

Ársþing Landssambands hestamannafélaga (LH) var haldið í Borgarnesi laugardaginn 25. - 26. október síðastliðinn og fór vel fram. Störf þingsins voru hefðbundin og má finna hér dagskrá og þinggöng. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson.

Fyrir þingið lágu fjölmörg mál auk þess sem kosið var um nýjan formann og stjórn. Linda Björk Gunnlaugsdóttir bar þar sigur úr býtum í formannskosningunni og verður hún fyrsta konan hjá LH sem er mun gegna formannsembættinu.
Í aðalstjórn LH voru jafnframt kosin: Ólafur Gunnarsson, Ólafur Þórisson, Sóley Margeirsdóttir, Sveinn Heiðar Jóhannsesson, Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Þórhildur Katrín Stefánsdóttir.

Þá hlutu átta einstaklingar Gullmerki LH fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu hestaíþróttarinnar og Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Sprettur í Garðabæ og Kópavogi.

ÍSÍ óskar Lindu Björk til hamingju með nýja embættið og velfarnaðar í verkefnunum sem framundan eru!

Myndir/lhhestar.is

Myndir með frétt