Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Máni fær endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

21.11.2024

 

Hestamannafélagið Máni fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins í Reiðhöll Mána á Mánagrund í Reykjanesbæ þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Máni var fyrsta hestamannafélagið innan ÍSÍ sem fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag árið 2003, og var félagið reyndar með fyrstu íþróttafélögum innan ÍSÍ sem fengu þá viðurkenningu. Það var Eiður Gils Brynjarsson formaður félagsins sem tók við viðurkenningunni úr hendi Hafsteins Pálssonar úr framkvæmdastjórn ÍSÍ. Á myndunum eru frá vinstri, þeir Hafsteinn og Eiður Gils.

„Við erum stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og að vera jafnframt fyrsta hestamannafélagið sem hlaut þessa nafnbót. Þessi viðurkenning hjálpar okkur að vaxa og dafna og ýtir undir jákvætt viðhorf til okkar starfs“ sagði Eiður Gils Brynjarsson formaður Mána af þessu tilefni. 

Myndir með frétt