Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ungmennafélagið Hvöt 100 ára

26.11.2024

 

Þann 23. nóvember sl, hélt Ungmennafélagið Hvöt á Blönduósi upp á 100 ára afmæli sitt en ungmennafélagið var stofnað þann 21. nóvember 1924.

Fyrri part dags haldin fjölskylduskemmtun með leikjum og veitingum en seinni part dags hófst formleg dagskrá með ávörpum og viðurkenningum til einstaklinga sem unnið höfðu fyrir góð störf fyrir Hvöt á undanförum árum og áratugum. 

Garðar Svansson, meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ, ávarpaði samkomuna og bar fyrir kveðjur frá Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ, sem og framkvæmdastjórn og starfsfólki. Hann afhenti einnig formanni Hvatar blóm og óskaði öllum til hamingju með áfangann. Þá afhenti hann Steinunn Huldu Magnúsdóttur Silfurmerki ÍSÍ fyrir hennar góðu störf í þágu íþróttanna í héraðinu.

Hér má finna nánari frétt um afmælisfögnuðinn og myndir frá samkomunni.

Myndir með frétt