Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Forseti Íslands – Verndari ÍSÍ

02.12.2024


Á dögunum áttu forystumenn Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fund með nýkjörnum forseta Íslands og verndara ÍSÍ, Höllu Tómasdóttur, en það voru þeir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Andri Stefansson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem heimsóttu Höllu á skrifstofu forseta Íslands á Sóleyjargötu. 

Forseti Íslands hefur frá lýðveldisstofnun verið verndari ÍSÍ og í gegnum tíðina hefur embættið komið að starfi ÍSÍ með fjölbreyttum hætti.

Á fundinum var rætt um ýmsa þætti sem snúa að íþróttastarfi á Íslandi bæði í fortíð, nútíð og framtíð, samvinnu embættisins við ÍSÍ og árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi.
Forseti Íslands og eiginmaður hennar eru mjög áhugasöm um íþróttir og heilbrigt líferni og margt í áherslum forseta fellur vel með því starfi sem íþróttahreyfingin sinnir á Íslandi.

ÍSÍ þakkar Höllu fyrir góðar móttökur og hlakkar til samstarfs með henni á vettvangi íþróttanna næstu árin!