Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Fjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun haustið 2024 lokið

09.12.2024

 

Fjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs haustið 2024 er nú lokið.  Námið er almennur hluti menntunarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.

Alls luku 38 nemendur námi að þessu sinni, 28 á 1. stigi og 10 á 2. stigi.  Þátttakendur eru búsettir víða um landið, koma frá öllum landsfjórðungum og fjölmörgum íþróttahéruðum.  Flestir nemendur þessa haustönn komu frá skíðaíþróttum og næst flestir frá frjálsíþróttum.  Fimleikar, ólympískir hnefaleikar, sund og hjólreiðar komu svo þar á eftir. 

Næsta fjarnám ÍSÍ, vorönn 2025 mun hefjast um mánaðamótin janúar/febrúar.

Hér má finna nánari upplýsingar um fjarnámið.

Að venju taka nemendur svo þátt í könnun um námið og hér eru dæmi um nýjustu svör nemenda þar sem spurt er um styrkleika námsins:

„Allt vel skipulagt, vel sett upp og mjög þægilegt að nota Canvas kennslukerfið“
„Námið er hannað þannig að maður læri sem mest og hafi áhuga. Það var mjög gott aðgengi að kennara, greinilega með mikla ástríðu.“
„Efni var skýrt og aðgengilegt. Einnig að allir á landinu geti tekið þátt.“
„Námið er í heild sinni mjög fræðandi og kvetjandi, mikið af mjög fínu og gagnlegu kennsluefni.“
„Hversu auðvelt það var að skoða canvas, gat séð alltaf hvað var langt í skil og hvenær teams fundir væru mjög auðveldlega“
„Klárlega uppsetning námsins og stuðningur kennara sem skiptir öllu máli, það var mjög þægilegt að heyra í honum og alltaf boðinn og búinn við að aðstoða.“
„Námið dregur að mínu mati fram mikilvægustu þætti þjálfarastarfsins og fléttar það saman við mjög áhugaverða fyrirlestra. Svo mikinn innblástur að fá í þessu námi.“
„Allt námsefnið og verkefnin voru opin allan tímann. Það var hægt að vinna verkefnin og námsefnið á sínum tíma. Aðgengi kennara rosa gott.“
„The main strength of the program is the focus on the holistic aspects of training. Overall it is very well and clearly structured, and well balanced in terms of time commitments.“

Fyrsta myndin sýnir heildarfjölda þeirra þjálfara sem fóru í gegnum þjálfaramenntun ÍSÍ árið 2024. Önnur myndin sýnir skiptingu þjálfara eftir íþróttagreinum árið 2024. Síðasta myndin sýnir fjölda þeirra þjálfara sem störfuðu hjá íþróttafélögum árið 2023.

Myndir með frétt