Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

SH fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

09.12.2024

 

Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á jólamóti félagsins í Ásvallalaug laugardaginn 7. desember síðastliðinn, að viðstöddum fjölda sundmanna og áhorfenda. Það var Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem afhenti Fríðu Kristínu Jóhannesdóttur, varaformanni félagsins, viðurkenninguna. Þess má geta að SH hefur átt þátttakendur á Ólympíuleikum óslitið frá árinu 1996-2024 og einnig hefur SH átt fulltrúa á Paralympics árin 1992, 1996, 2012, 2020 og 2024.  Þetta er í alla staði frábær árangur. Á myndunum eru Fríða Kristín og Andri Stefánsson, auk Tómasar Gísla Guðjónssonar gjaldkera SH og ungra iðkenda hjá félaginu.

„Að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er mikil viðurkenning fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar og gæðastimpill á öllu starfinu sem þar er unnið. SH er stolt að geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ“, sagði Fríða Kristín af þessu tilefni.

Myndir með frétt