Íslenski hópurinn á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar staðfestur
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Bakuriani og Batumi í Georgíu dagana 8. til 17. febrúar nk.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest íslenska hópinn á hátíðinni, byggt á tillögum Skíðasambands Íslands og Skautasambands Íslands.
Keppendur, þjálfarar og flokkstjórar verða eftirfarandi:
Listskautar:
Sædís Heba Guðmundsdóttir, keppandi
Jana Omelinova, þjálfari
Þóra Sigríður Torfadóttir, flokkstjóri
Alpagreinar:
Andri Kári Unnarsson, keppandi
Arnór Alex Arnórsson, keppandi
Eyvindur Halldórsson Warén, keppandi
Ólafur Kristinn Sveinsson, keppandi
Aníta Mist Fjalarsdóttir, keppandi
Erla Karítas Blöndahl Gunnlaugsdóttir, keppandi
Kristín Sædís Sigurðardóttir, keppandi
Sara Mjöll Jóhannsdóttir, keppandi
Fjalar Úlfarsson, þjálfari
Egill Ingi Jónsson, þjálfari
Skíðaganga:
Árný Helga Birkisdóttir, keppandi
María Kristín Ólafsdóttir, keppandi
Eyþór Freyr Árnason, keppandi
Hjalti Böðvarsson, keppandi
Stefán Þór Birkisson, keppandi
Róbert Bragi Vestmann Kárason, keppandi
Þorsteinn Hymer, þjálfari
Ólafur Thorlacius Árnason, þjálfari
Snjóbretti:
Jökull Bergmann Kristjánsson, keppandi
Oddur Vilberg Sigurðsson, þjálfari
Flokkstjóri fyrir skíðagreinarnar verður Helga Björk Árnadóttir.
Halla Björg Sigurþórsdóttir dómari verður meðal sjö dómara fyrir listskauta stúlkna á hátíðinni.
Aðalfararstjóri verður Brynja Guðjónsdóttir, sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og aðstoðarfararstjóri verður Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍSÍ. Að auki verður Erla Ásgeirsdóttir sjúkraþjálfari með í för.