Lífshlaupið sett á Landspítalanum við Hringbraut
![](/library/Myndir/Almenningsithrottasvid/Lifshlaup/1000037632%20-%20Copy%20(1).jpg?proc=400x400)
Lífshlaupið 2025 var sett í átjánda sinn á Landspítalanum við Hringbraut. Samhliða setningunni kynnti heilsuteymi LSH heilsueflandi fræðsluefni og var kynningunni streymt til starfsfólks fjölmennasta vinnustaðar landsins.
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ bauð gesti velkomna og stýrði dagskrá. Þeir aðilar sem ávörpuðu samkomuna voru:
Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, Guðrún Aseplund, settur landlæknir, Eygló Fanndal Sturludóttir, afreksíþróttakona í lyftingum og læknanemi og Guðrún Día Hjaltested, starfsmannasjúkraþjálfari LSH. Hér má sjá dagskrá setningarinnar.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa, þar sem landsmenn eru hvattir til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.
Á heimasíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is má finna ýmislegt gagnlegt og það má einnig senda línu á lifshlaupid@isi.is ef ykkur vantar aðstoð.
Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu embættis landlæknis.
Fleiri myndir frá setningunni á finna hér