Fræðsluerindi fyrir þjálfara
.png?proc=400x400)
Fyrirlestur með Kenneth Larsen – “How to Create the Optimal Learning Environment for Athletes” 🏸📚
Hvernig getum við sem þjálfarar mótað umhverfi sem styður best við framfarir okkar íþróttafólks? Kenneth Larsen, landsliðsþjálfari Badmintonsambands Íslands er reyndasti badmintonþjálfari Evrópu með yfir 45 ára reynslu í þjálfun afreksfólks á alþjóðavettvangi . Kenneth heldur erindi þann 21. mars n.k. Erindið mun fara fram á ensku. Boðið verður uppá léttar veitingar.
📍 Staðsetning: Fundarsalur C - ÍSÍ
⏰ Tími: 13:00-15:00
🔹 Hvað gerir námsumhverfi íþróttafólks árangursríkt?
🔹 Af hverju dugar ekki að fylgja aðeins fyrirmælum þjálfarans?
🔹 Hvernig getur sjálfstætt nám og endurgjöf aukið innri hvata og frammistöðu?
Hefðbundin þjálfun byggir oft á einhliða samskiptum þar sem íþróttafólk fær einfaldlega fyrirmæli. En rannsóknir sýna að betri árangur næst þegar leikmenn eru virkir þátttakendur í eigin þjálfun, læra að greina eigin frammistöðu og nýta mistök sem tækifæri til vaxtar.
Kenneth Larsen mun útskýra hvernig þjálfarar geta beitt þessari nálgun í starfi sínu og hvernig hún stuðlar að sterkari, sjálfstæðari og betur undirbúnum íþróttamönnum.
Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara þann 21. mars n.k. í fundarsal ÍSÍ – hlökkum til að sjá þig!
Nánar um Kenneth:
Kenneth hefur starfað sem landsliðsþjálfari í Danmörku, Íslandi, Ítalíu og Grænlandi og hefur þjálfað suma af bestu badmintonspilurum heims. Hann er einnig höfundur þjálfunarefnis fyrir Alþjóðabadmintonsambandið og fyrrverandi stjórnarmaður í bæði Badminton Denmark og Team Denmark.