UDN Fyrirmyndarhérað ÍSÍ
.jpg?proc=400x400)
Ungmennasamband Dalamanna og Norður Breiðfirðinga fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins miðvikudaginn 2. apríl síðastliðinn. UDN uppfyllir öll skilyrði sem ÍSÍ setur íþróttahéruðum við umsókn um gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, sjá nánari upplýsingar hér:
Umsóknarferli um gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.
Það var Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhenti Jóhönnu Sigrúnu Árnadóttur formanni UDN viðurkenninguna.
UDN er 12. íþróttahéraðið innan ÍSÍ sem hlýtur þessa viðurkenningu. Á myndinni eru frá vinstri; Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, Sindri Geir Sigurðarson, Garðar Svansson, Jóhanna Sigrún Árnadóttir, Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Guðrún Blöndal.
„UDN álítur að viðurkenningin Fyrirmyndarhérað ÍSÍ hafi jákvæð áhrif á starfið á sambandssvæðinu; fyrir félögin og fyrir sjálfboðaliðann. Vinnan við handbókina hefur fært hlutina í skýrara og aðgengilegra form. Viðurkenning sem þessi vinnur bara með okkur“, sagði Jóhanna Sigrún formaður af þessu tilefni.