Svona verða Smáþjóðaleikarnir
22.05.2025
Smáþjóðaleikarnir fara fram í Andorra dagana 26.-31. maí. Ísland sendir 106 keppendur og stóran hóp fylgdarliðs á leikana að þessu sinni. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikum eiga Evrópuþjóðir með ólympíunefndir sem eru viðurkenndar af Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) og eru með íbúatölu undir einni milljón.
Keppnisþjóðir á Smáþjóðaleikunum:
Ísland, Kýpur, Lúxemborg, Andorra, Svartfjallaland, Mónakó, Malta, San Marínó og Liechtenstein.
Íþróttagreinar á leikunum eru 12 og keppnisgreinarnar 19.
Ísland tekur þátt í eftirarandi keppnisgreinum:
- Fimleikar (áhaldafimleikar/fjölþraut)
 - Blak
 - Strandblak
 - Borðtennis
 - Frjálsíþróttir
 - Fjallahjólreiðar
 - Götuhjólreiðar
 - Hjólreiðar (tímataka)
 - Skotfimi (loftskammbyssa/loftriffill)
 - Júdó
 - Karate
 - Sund
 - Tennis
 
Úrslit og keppnisdagskrá: Schedule and results - Jocs dels Petits Estats d'Europa
Streymi af keppnum: Í fyrsta sinn verður hægt að fylgjast með öllum keppnum Smáþjóðaleikanna á ANOC.tv: ANOC TV.
Upplýsingar um keppendur og fylgdarlið má finna hér: 2025 Andorra