„Stolt og gleði að fylgja þeim eftir”
.jpg?proc=400x400)
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hóf í gær leik á Evrópumótinu í Sviss. Leikur Íslands og Finnlands var fyrsti leikur mótsins en honum lauk með 1-0 sigri Finnlands.
Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, voru viðstaddir leikinn og og snæddu svo morgunverð með leikmannahópnum í dag ásamt forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, og Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra.
Forseti Íslands afhenti þeim Hlín Eiríksdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur viðurkenningu fyrir að hafa náð þeim áfanga að spila 50 leiki fyrir A-landsliðið.
„Ég hef fylgst með okkar frábæra liði þróast og mótast á undanförnum misserum og vinna sig inn í lokakeppninni hér í Sviss. Það fylgir því stolt og gleði að fylgja þeim eftir og upplifa stemninguna. Þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki fallið með okkur í fyrsta leik að þá er liðið geysiöflugt. Sama má segja um þjálfarana, liðsteymið og stuðningsfólkið. Allur þessi hópur stendur þétt á bakvið liðið og ég er þess fullviss um að við náum í sigur í næsta leik gegn heimakonum í Sviss,” segir Willum Þór.
Næsti leikur Íslands verður gegn Sviss þann 6. júlí. Áfram Ísland!
Ljósmyndir: KSÍ