Fyrsta starfsár Hvatasjóðs íþróttahreyfingarinnar
18.12.2025
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar hefur lokið úthlutun styrkja á sínu fyrsta starfsári. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun, af tekjulægri heimilinum og með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Sjóðurinn er fjármagnaður af mennta- og barnamálaráðuneytinu en hann var stofnaður samkvæmt samningi ráðuneytisins við ÍSI og UMFÍ sem gerður var í nóvember 2023 um átta nýjar starfsstöðvar, til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. ÍSÍ og UMFÍ var á grundvelli samningsins falið að koma á Hvatasjóði.
Í frétt á vef Stjórnarráðsins er birt fróðlegt yfirlit yfir úthlutun sjóðsins á árinu 2025. Sjóðurinn hefur úthlutað alls 86.590.000 króna til fjölbreyttra verkefna.
Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að auka virkni fólks í gegnum íþróttastarf og hefur Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar styrkt meðal annars ýmis verkefni í anda verkefnisins Allir með, sem styrkt er að þremur ráðuneytum og miðar að því að auka þátttöku og virkni fatlaðs fólks í íþróttastarfi, einkum fatlaðra barna og ungmenna. Nýlega var tilkynnt um áframhaldandi stuðning ráðuneytanna þriggja við verkefnið Allir með og má lesa um það hér.