Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Lyfjaeftirlit Íslands

Lyfjaeftirlit Íslands
Engjavegur 6
5144022
lyfjaeftirlit@lyfjaeftirlit.is

www.lyfjaeftirlit.is

Hlutverk lyfjaeftirlits er fyrst og fremst að vernda hreint íþróttafólk og standa vörð um að íþróttir séu iðkaðar á jafnréttisgrundvelli. Lyfjaeftirlit Íslands var stofnað í apríl 2018, og tók um leið við lyfjaeftirliti í íþróttum af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands sem hafði séð um slíkt eftirlit síðan 1989. Lyfjaeftirlit Íslands skipuleggur og framkvæmir lyfjaeftirlit í íþróttum skv. Alþjóðalyfjareglunum og Evrópu- og UNESCO sáttmálunum um lyfjaeftirlit í íþróttum.

Bannlisti WADA

Undanþágueyðublað vegna notkunar á bönnuðu efni eða aðferð.

Prenta þarf út umsókn og skila henni útfylltri til Lyfjaeftirlits Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

 

Um undanþágur

Með Alþjóðalyfjareglunum sem tóku gildi þann 1. janúar 2015 breyttust reglur um undanþágur vegna lækninga. Eftirleiðis eru ólíkar reglur um undanþágur sem eiga við ólík afreksstig í íþróttum. Um þrjá hópa íþróttamanna er að ræða.

  1. Íþróttamenn í skráðum lyfjaprófunarhópi þurfa að skila inn fyrirfram öllum umsóknum um undanþágur vegna lækninga.
  2. Íþróttamenn sem keppa með landsliðum, spila í efstu deild og hæfir eru til keppni í meistaramótum sérsambanda eru í öðrum hópi. Þeim ber að skila öllum undanþágubeiðnum fyrirfram. Undantekning frá því er ef um innöndunar astmalyf er að ræða. Ef viðkomandi hefur notað GCS/sykurstera ókerfistengt (þ.e. með sprautun í lið, við lið, sinaslíður, utanbasts, í mænu og undir húð) er nóg að tilkynna um þá notkun í lyfjaprófi.
  3. Fyrir íþróttamenn á öðrum og lægri stigum (lægri deildir, unglingamót, öldungamót) er nóg að sækja afturvirkt um undanþágur fyrir notkun efna af bannlista.

Fyrir þá sem sækja þurfa um undanþágu vegna notkunar innöndunar astmalyfja er mikilvægt að grunn greiningin sé vel unnin. Samkvæmt alþjóðlegum reglum um undanþágur vegna lækninga eru nokkur atriði sem sjúkraskrá vegna astma meðhöndlunar ber að innihalda að lágmarki. Skráin verður að endurspegla bestu klínísku starfsvenjur:

  • Fulla sjúkrasögu.
  • Ítarlega skýrslu um klínísku skoðunina með sérstakri áherslu á öndunarkerfið.
  • Skýrsla um öndunarmælingu með mælingu á þvinguðu útöndunarmagni á einni sekúndu (FEV1).
  • Ef öndunarvegshindrun er til staðar, verður öndunarmæling endurtekin eftir innöndun á skammvirku Beta2 gerandefni til að sýna viðsnúningshæfni berkjuþrengingar.
  • Ef ekki er um að ræða viðsnúanlega öndunarvegshindrun, þarf berkjuviðnámspróf til að sýna fram á ofursvörun öndunarvegsins.
  • Fullt nafn, sérgrein, heimilisfang, síma og netfang læknisins sem gerði skoðunina.