Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi með yfir 150 þúsund félagsmenn.
Líkt og fyrir Alþingiskosningar fyrri ára vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kanna afstöðu stjórnmálaflokka á Íslandi til íþróttamála og hefur nú verið sent bréf til formanna og skrifstofu allra stjórnmálaafla sem bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum. Óskum við eftir því að fá svör frá stjórnmálaflokkunum við eftirfarandi spurningum. Svörin verða birt hér á heimasíðu ÍSÍ til upplýsingar fyrir íþróttahreyfinguna.
- Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi íþróttamál?
- Er flokkurinn reiðubúinn til að styðja og/eða standa að auknum fjárveitingum til íþróttastarfsins i landinu?
- Með hvaða hætti vill flokkurinn stuðla að því að öll börn og ungmenni hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi?
- Með hvaða hætti vill flokkurinn efla umhverfi afreksíþrótta, s.s. gagnvart lýðréttindum afreksíþróttfólks og starfsemi sérsambanda ÍSÍ og ÍSÍ?
- Með hvaða hætti hyggst flokkurinn framfylgja íþróttastefnu ríkisins sem sett var fram árið 2011 og ber yfirskriftina, „Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum“?
- Mun þinn flokkur standa vörð um Íslenska getspá sem burðarás í fjármögnun íþróttahreyfingarinnar og Öryrkjabandalags Íslands?