Skipulagsnefnd Ólympíuleikanna 2016 tilkynnti nýlega að kveikt yrði á Ólympíukyndlinum þann 21. apríl 2016 í borginni Ólympíu á Grikklandi, þar sem Ólympíuleikarnir til forna fóru fram. Þann 3. maí mun kyndillinn hefja 95 daga för sína um Brasilíu, sem endar þann 5. ágúst þegar að Ólympíueldurinn verður tendraður á setningarhátíð leikanna.
Nánar ...14.08.2015
Í byrjun ágúst barst formlegt boð frá Alþjóðaólympíunefndinni til íslensks íþróttafólks á Ólympíuleikana í Ríó 2016 þegar að ár var til leika. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, staðfesti boðið með undirskrift.
Nánar ...05.08.2015
Í dag er eitt ár þar til Ólympíuleikarnir verða settir í Ríó í Brasilíu, þann 5. ágúst 2016. Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Thomas Bach, var á ströndinni í Ríó í morgun ásamt brasilískum ólympíuförum og öðru brasilísku íþróttafólki til þess að fagna því að eitt ár sé til leika.Nánar ...14.11.2014
Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Um er að ræða styrki vegna átta íþróttamanna frá fimm sérsamböndum.
Nánar ...09.09.2014
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð í gær fyrir móttöku til heiðurs þátttakendum á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fóru í Nanjing í Kína 16. - 28. ágúst s.l. Á leikunum voru íslenskir keppendur í sundi og knattspyrnu.Nánar ...27.08.2014
Í gær lék U-15 landsliða drengja í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína. Leikið var á móti ríkjandi Asíumeisturum í þessum aldursflokki, liði Suður-Kóreu og var ljóst að erfiðan leik yrði að ræða. Lið Suður-Kóreu er mjög vel skipulagt og þar eru einstaklingar sem búa yfir góðri tækni og miklum hraða. Nánar ...22.08.2014
Leikur Perú og Hondúras í gær þann 21. ágúst, endaði 3:1 fyrir Perú. Þá eru úrslitin í riðlinum sú að Perú er í fyrsta sæti, Ísland í öðru sæti og Hondúras í þriðja sæti. Í hinum riðlinum voru Cape Verde, Suður Kórea og Vanuatu. Suður Kórea vann riðilinn, Cape Verde var í öðru sæti og Vanuatu í þriðja sæti.
Nánar ...22.08.2014
Sunneva Dögg Friðriksdóttir synti í annað sinn á Ólympíuleikum ungmenna í dag. Hún keppti þá í 400m. skriðsundi og var á tímanum 4:32.75, eða 6.61sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Daniella van den Berg frá Aruba. Sunneva endaði þriðja í sínum riðli af sex sundmönnum.
Nánar ...22.08.2014
Kristinn Þórarinsson synti 200m. baksundið á 2:07.53 í morgun. Hann var áttundi í sínum riðli, af átta sundmönnum, og 6.79sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Rússanum Evgeny Rylov. Kínverjinn Li Guangyuan vann 200m. baksundið í úrslitum á tímanum 1:56.94. Nánar ...21.08.2014
Leikur Hondúras og Perú í riðli Ísland, hefst kl.10 á íslenskum tíma. Íslenska drengjalandsliðið þarf að bíða eftir úrslitum úr þeim leik til þess að vita hvort þeir komist í undanúrslit eða keppi um önnur sæti.
Nánar ...