Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
29.05.2023

Ráðherrafundur á Möltu

Ráðherrafundur á MöltuLengi hefur verið hefð að íþróttamálaráðherrar allra smáþjóðanna hittist á fundi í tengslum við Smáþjóðaleika hverju sinni. Í dag, 29. maí, fór slíkur fundur fram og var Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, viðstaddur fundinn ásamt Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ.
Nánar ...
13.06.2022

Ársþing GSSE 2022

Ársþing GSSE 2022Ársþing Games of the Small States of Europe (GSSE), samtaka smáþjóða sem þátt taka í Smáþjóðaleikunum, fór fram á Möltu 3. júní sl. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Lárus L. Blöndal forseti, Olga Bjarnadóttir úr framkvæmdastjórn, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri og Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi.
Nánar ...
15.06.2021

Aðalfundur GSSE 2021

Aðalfundur GSSE 2021Aðalfundur Smáþjóðaleika (GSSE) fór fram 10. júní sl. í Aþenu í Grikklandi. Fundinum stýrði forseti Andorra, Jaume Marti Mandigo. Forseti tækninefndar GSSE, Jean-Pierre Schoebel, flutti stutta skýrslu um störf tækninefndarinnar og kynnti breytingar á tæknireglum leikanna sem samþykktar voru síðar á fundinum.
Nánar ...
19.02.2020

Merki Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021

Merki Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021Nýlega birti skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021 merki leikanna, sem munu fara fram í maí/júní 2021. Mun þetta vera í þriðja sinn sem Andorra heldur Smáþjóðaleika, en leikarnir fóru fram í Andorra árin 1991 og 2005. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, hjólreiðar, fimleikar, boules, karate og taekwondo.
Nánar ...
26.11.2019

Ásdís með gullverðlaun í kúluvarpi

Ásdís með gullverðlaun í kúluvarpi Afreksbúðir ÍSÍ fóru fram laugardaginn 23. nóvember sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Alls voru rúmlega þrjátíu ungmenni frá 9 sérsamböndum sem tóku þátt. Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir, ein af fremstu íþróttamönnum Íslands síðastliðna tvo áratugi og þrefaldur Ólympíufari, var með erindi fyrir þátttakendur byggt á sinni reynslu úr íþróttaheiminum. Hún kom inná marga þætti sem þarf að sinna til að ná árangri og viðhalda heilsu. Ásdís er nú að deila sinni einstöku reynslu, því sem hún lærði á leiðinni og þeim aðferðum sem hún nýtti sér til að ná sínum árangri, í fyrirlestrum fyrir hina ýmsu hópa.
Nánar ...
25.06.2019

Ný hlutverk stækka sjóndeildarhringinn

Ný hlutverk stækka sjóndeildarhringinnSmáþjóðaleikarnir fóru fram í Svartfjallalandi nýverið. Tæplega 190 manns fóru á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á leikana að þessu sinni. Þórey Edda Elísdóttir, Ólympíufari í stangarstökki, og Ingi Þór Ágústsson, sundmaður sem margoft keppti á Smáþjóðaleikum, voru í hópi íslenskra þátttakenda á leikunum, en þau sitja bæði í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Aðspurð segir Þórey Edda það tvennt ólíkt að fara á Smáþjóðaleika sem keppandi eða sem stjórnarkona.
Nánar ...
02.06.2019

Smáþjóðaleikunum 2019 slitið

Smáþjóðaleikunum 2019 slitiðKeppni á Smáþjóðal­eik­un­um 2019 í Svartfjallalandi lauk í dag. Lokahátíðin fór fram í leikaþorpinu í kvöld og Anton Sveinn Mckee, sundmaður, var fána­beri fyrir hönd Íslands. Hátíðin hófst á því að íþróttafólk í blaki og körfuknattleik fékk sín verðlaun afhend. Íslenska íþróttafólkið var glæsilegt á sviðinu í verðlaunaafhendingunni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og forseti Evrópusambands Ólympíunefnda voru viðstaddir lokaathöfnina ásamt háttsettum gestum frá Svartfjallalandi. Leikunum var slitið með kraftmikilli flugeldasýningu.
Nánar ...