Hér má sjá þá félagana úr júdóinu Bjarna Friðriksson þjálfara, Jóhann Másson formann júdósambandsins og Jón Hlíðar Guðjónsson flokksstjóra í júdó á leikunum. Nánar ...14.08.2016
Nú er tímabil Ólympíuleikanna í Ríó 2016 hálfnað. Fyrstu íslensku þátttakendurnir eru farnir að tínast heim, frjálsíþróttahópurinn sem dvalið hefur við æfingar utan við Ríó er kominn í þorpið.Nánar ...12.08.2016
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason keppti í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Guðni kastaði fyrst 53.51, næst 60.45 og síðasta kast var 59.37.
Nánar ...12.08.2016
Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann mætti Maciej Sarnacki frá Póllandi í fyrstu glímu, í 32 manna úrslitum, og tapaði. Sarnacki er pólskur meistari og er í 23. sæti á heimslistanum, en Þormóður í 65. sæti.
Nánar ...12.08.2016
Nóg er um að vera hjá íslenskum keppendum á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í dag. Þrír íslenskir keppendur verða í eldlínunni í dag. Nánar ...12.08.2016
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit 200 metra baksunds í undanúrslitum í kvöld þar sem hún náði sjöunda besta tímanum 2:08,84. Er það bæting á hennar besta árangri og um leið Íslands- og Norðurlandamet í greininni.Nánar ...11.08.2016
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig rétt í þessu inn í undanúrslit í 200 metra baksundi kvenna. Eygló synti á tímanum 2:09,62 sem var ellefti besti tíminn í undanriðlunumNánar ...11.08.2016
Þormóður Árni Jónsson keppir í +100kg flokki í júdó á morgun föstudag. Andstæðingur Þormóðs í fyrstu umferðinni er Pólverjinn Maciej Sarnacki. Nánar ...11.08.2016
Nú hefur hópaskipting verið birt í kringlukasti karla sem fer fram á morgun föstudag. Okkar maður Guðni Valur Guðnason er fyrstur í kaströð í kasthópi B sem hefur keppni kl. 10.55 (13.55 að íslenskum tíma).Nánar ...11.08.2016
Undanriðlar í 200 metra baksundi kvenna hefjast kl. 14.36 (17.36 að íslenskum tíma) í dag. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir á annarri braut í fjórða og síðasta riðlinum. Nánar ...11.08.2016
Bandaríska fréttastöðin NBC er með glæsilega heimasíðu tileinkaða Ólympíuleikunum sem vert er að skoða. NBC tilkynnti fyrir Ólympíuleika að stöðin myndi vera með a.m.k. 85 klukkutíma umfjöllun um leikana í formi sýndarveruleika. Þeim tókst vel til, en áhugasamir geta skoðað borgina Ríó nánast eins og þeir séu á staðnum. Hægt er að sjá veitingastaði, götur, strendur og fleira í Ríó í gegnum heimasíðurnar Virtual Tour og Rio Virtual Tour City. Flott verkefni hjá NBC sem er fyrsta sinnar tegundar í kringum íþróttaviðburðinn.
Nánar ...11.08.2016
Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona lauk keppni á Ólympíuleikunum í Ríó fyrr í kvöld. Hrafnhildur synti á tímanum 2:24,41 í undanúrslitum 200 metra bringusunds kvenna sem tryggði henni 11 sæti í keppninni. Nánar ...