Tæknifundur í frjálsíþróttum fór fram fyrr í dag. Alltaf er mikil eftirvænting fyrir því hvaða árangur i kastgreinum gildir til að tryggja sér sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitunum. Nánar ...10.08.2016
Það ber margt á dagana hjá íslenska hópnum á Ólympíuleikunum í Ríó. Hægt er að fylgjast með fréttum hér á síðunni en einnig skoða myndir á myndasíðu ÍSÍ. Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...10.08.2016
Íslenskt íþróttafólk þarf ekki að sakna íslenska fisksins á meðan á Ólympíuleikunum stendur því það getur fengið sér saltaðan þorsk, frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísí hf. í Grindavík, í mötuneyti Ólympíuþorpsins. Íþróttafólk og aðrir þorpsbúar geta gætt sér á mat frá hinum ýmsu heimshornum, allan sólarhringinn, í mötuneytinu.Nánar ...09.08.2016
Anton Sveinn McKee keppti í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hann synti á tímanum 2:11,39 mínútum, en það er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hans, sem hann setti í fyrra. Þessi tími tryggði honum 18. sætið, en 16 sundmenn komust áfram í undanúrslitin. Anton var mjög nálægt því að komast áfram, eða 13/100 úr sekúndu. Anton hefur þar með lokið keppni á leikunum.Nánar ...09.08.2016
Þær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir voru viðstaddar setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó s.l. föstudagskvöld. Í beinu framhaldi héldu þær ásamt þjálfurum sínum þeim Gunnari Páli Jóakimssyni og Terry Mchuch í æfingabúðir í bæinn Penedo sem er í um 200 kílómetra fjarlægð frá Ríó. Nánar ...09.08.2016
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði 6. sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í gærkvöldi á tímanum 1:07,18 mínútum sem er 73/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti hennar, sem er 1:06,45. Bandaríska sundkonan Lilly King varð Ólympíumeistari, en hún synti á 1:04,93 mínútu og setti þar með Ólympíumet. Árangur Hrafnhildur er besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum, en næstbesti árangur sem Íslendingur hefur náð í sundi á Ólympíuleikum þar sem Örn Arnarson náði 4. sæti í 200 metra baksundi í Sydney árið 2000.
Nánar ...08.08.2016
Í kvöld kl. 22.54 (01.54 að íslenskum tíma) stingur Hrafnhildur Lúthersdóttir sér til sunds í úrslitum 100m. bringusunds á Ólympíuleikunum í Ríó. Nánar ...08.08.2016
Gærdagurinn var sögulegur hjá íslensku stúlkunum á Ólympíuleikunum. Hægt er að sjá myndir frá gærdeginum á myndasíðu ÍSÍ. Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.Nánar ...08.08.2016
Nýliðinn keppnisdagur á Ólympíuleikunum í Ríó er um margt sögulegur. Stúlkurnar áttu sviðið í dag og mörkuðu þær allar sín spor í Ólympíusögu okkar með framgöngu sinni.Nánar ...