Framundan er annar keppnisdagurinn á Ólympíuleikunum í Ríó. Er dagurinn einn af þeim stærri á leikunum hvað íslenska keppendur varðar. Þrír íslenskir keppendur munu spreyta sig.Nánar ...06.08.2016
Anton Sveinn McKee sundmaður keppti fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Anton keppti í undanrásum í 100m bringusundi og synti á 1:01,84 mínútum. Hann hafnaði í 35. sæti og komst því ekki áfram í undanúrslit.Nánar ...06.08.2016
Ólympíuleikarnir 2016 voru settir í gærkvöldi í Ríó í Brasilíu. Setningarhátíðin fór fram á Maracana-leikvanginum og var hin glæsilegasta. Töluvert var af Íslendingum á leikvanginum, bæði keppendur og fylgdarlið sem gengu inn leikvanginn og íslenskir áhorfendur í stúku. Um þrír milljarðar manna fylgdust með setningarhátíðinni, en á henni komu fram 300 dansarar og 5.000 sjálfboðar. Alls taka um 10.500 íþróttamenn þátt í leikunum. Flestir eru fulltrúar Bandaríkjanna, eða 554.Nánar ...06.08.2016
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er stödd í Ríó þessa dagana með flottum hópi íslenskra þátttakenda. Heyra má viðtal við Líneyju í þættinum Sumarmál á Rás 1, en þátttastjórnendur hringdu í Líneyju til Ríó í gær til þess að heyra í henni hljóðið og fá svör við hinum ýmsu spurningum um Ólympíuleikana 2016. Viðtalið hefst á 9. mínútu og er afar skemmtilegt og forvitnilegt. Nánar ...05.08.2016
Það er margt skemmtilegt að gerast hjá íslenska hópnum á Ólympíuleikunum í Ríó, alveg frá því fyrstu þátttakendur mættu á svæðið. Hægt er að fylgjast með fréttum hér á síðunni en einnig skoða myndir á myndasíðu ÍSÍ. Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.Nánar ...05.08.2016
Íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í Ríó við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Venju samkvæmt skiptust borgarstjóri Ólympíuþorpsins og aðalfararstjóri hópsins á gjöfum.Nánar ...04.08.2016
Þormóður Árni Jónsson, keppandi í júdó, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXXI Sumarólympíuleikana sem fram fer að kvöldi 5. ágúst nk.Nánar ...04.08.2016
Fjölmargir viðburðir eiga sér stað í Ólympíuþorpinu fram að setningu leikanna þann 5. ágúst.
Minningarreitur og Friðarveggur hafa verið vígðir á síðustu dögum.
Nánar ...03.08.2016
Guðni Valur Guðnason kringlukastari og Pétur Guðmundsson þjálfari hans komu í heimsókn í ÍSÍ í morgun til þess að sækja föt og skó. Þeir leggja af stað til Ríó í fyrramálið. Þeir eru mjög spenntir fyrir því að mæta í ólympíuþorpið og skoða aðstæður. Guðni Valur keppir þann 12. ágústNánar ...02.08.2016