Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

06.08.2016

Ríó 2016 - Anton Sveinn synti í dag

Ant­on Sveinn McKee sundmaður keppti fyrst­ur Íslend­inga á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í dag. Anton keppti í und­an­rás­um í 100m bring­u­sundi og synti á 1:01,84 mín­út­um. Hann hafnaði í 35. sæti og komst því ekki áfram í undanúr­slit­.
Nánar ...
06.08.2016

Ríó 2016 - Setningarhátíðin

Ríó  2016 - SetningarhátíðinÓlymp­íu­leik­arn­ir 2016 voru sett­ir í gærkvöldi í Ríó í Brasilíu. Setningarhátíðin fór fram á Maracana-leik­vang­in­um og var hin glæsilegasta. Töluvert var af Íslendingum á leikvanginum, bæði keppendur og fylgdarlið sem gengu inn leikvanginn og íslenskir áhorfendur í stúku. Um þrír millj­arðar manna fylgdust með setn­ing­ar­hátíðinni, en á henni komu fram 300 dans­ar­ar og 5.000 sjálf­boðar. Alls taka um 10.500 íþrótta­menn þátt í leik­un­um. Flest­ir eru full­trú­ar Banda­ríkj­anna, eða 554.
Nánar ...
06.08.2016

Ríó 2016 - Viðtal við Líneyju Rut

Ríó 2016 - Viðtal við Líneyju RutLíney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er stödd í Ríó þessa dagana með flottum hópi íslenskra þátttakenda. Heyra má viðtal við Líneyju í þættinum Sumarmál á Rás 1, en þátttastjórnendur hringdu í Líneyju til Ríó í gær til þess að heyra í henni hljóðið og fá svör við hinum ýmsu spurningum um Ólympíuleikana 2016. Viðtalið hefst á 9. mínútu og er afar skemmtilegt og forvitnilegt.
Nánar ...
05.08.2016

Ríó 2016 - Fréttir og myndir

Ríó 2016 - Fréttir og myndirÞað er margt skemmtilegt að gerast hjá íslenska hópnum á Ólympíuleikunum í Ríó, alveg frá því fyrstu þátttakendur mættu á svæðið. Hægt er að fylgjast með fréttum hér á síðunni en einnig skoða myndir á myndasíðu ÍSÍ.​ Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
03.08.2016

Ríó 2016 - Guðni Valur og Pétur spenntir

Ríó 2016 - Guðni Valur og Pétur spenntirGuðni Valur Guðnason kringlukastari og Pétur Guðmundsson þjálfari hans komu í heimsókn í ÍSÍ í morgun til þess að sækja föt og skó. Þeir leggja af stað til Ríó í fyrramálið. Þeir eru mjög spenntir fyrir því að mæta í ólympíuþorpið og skoða aðstæður. Guðni Valur keppir þann 12. ágúst
Nánar ...