Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

24.06.2019

Ólympíustöðin sýnir frá fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar

Ólympíustöðin sýnir frá fundi AlþjóðaólympíunefndarinnarÍ dag kl.14:00 (kl.13:00 ísl.) mun Ólympíustöðin sýna frá fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) í Lausanne í Sviss í beinni útsendingu.Thomas Bach, forseti IOC mun tilkynna á fundinum hvaða borg það er sem verður gestgjafi Vetrarólympíuleikanna 2026, en sú athöfn fer fram kl.18:00. Borgirnar tvær sem keppast um að verða valdar sem gestgjafi leikanna eru Stokkhólmur-Åre í Svíþjóð og Mílanó-Cortina á Ítalíu. Á fundinum munu fulltrúar frá báðum borgum vera með erindi, en Ólympíustöðin mun einnig sýna myndefni sem unnið hefur verið um undirbúning borganna í tengslum við Vetrarólympíuleikana 2026 ásamt viðtölum við skipuleggjendur og fleiri sem koma að slíku verkefni.
Nánar ...
06.03.2019

Ólympíulið flóttafólks

Ólympíulið flóttafólksNæstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Á leikunum munu 11.000 íþróttamenn keppa í 33 íþróttagreinum. Fimm íþróttagreinum hefur verið bætt við keppnisdagskrána frá síðustu leikum sem fóru fram í Ríó í Brasilíu 2016, en það eru hafnabolti og mjúkbolti, karate, hjólabretti, íþróttaklifur (sports climbing) og brimbrettabrun. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér.
Nánar ...
02.07.2018

Lukkudýr Ólympíuleikanna í Tókýó 2020

Lukkudýr Ólympíuleikanna í Tókýó 2020Næstu Sumarólympíuleikar fara fram í Tókýó í Japan 24. júlí til 9. ágúst 2020. Þar munu um 11.000 íþróttamenn etja kappi í 28 íþróttagreinum, þar af eru 5 nýjar íþróttagreinar á dagskrá. Nýlega voru lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 kynnt til leiks, en það var teiknarinn Ryo Taniguchi, sem hannaði þau. Nöfn sín fá lukkudýrin þann 22. júlí nk. þegar að tveir dagar eru í að einungis 2 ár séu þangað til setningarathöfnin fer fram á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Nánar ...
08.05.2018

Fagna afrekum sínum eftir á

Fagna afrekum sínum eftir áÞær aðstæður koma nú reglulega upp þar sem íþróttafólk sem unnið hefur til verðlauna á Ólympíuleikum gerist sekt um lyfjamisferli og missir því verðlaun sín. Það íþróttafólk, sem næst er í röðinni missti því af sínu tækifæri til þess að fagna afrekum sínum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum. Íþróttamannanefnd innan IOC hefur unnið að því síðustu mánuði að setja saman ákveðin viðmið fyrir þetta íþróttafólk, um hvernig það geti fengið sín verðlaun afhent og þar með fagnað sínum árangri. Nýlega samþykkti framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) þessi meginviðmið sem íþróttamannanefndin setti saman.​
Nánar ...
24.04.2018

Japanskur blaðamaður í heimsókn

Japanskur blaðamaður í heimsóknNæstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan árið 2020. Japanir eru á fullu að undirbúa leikana og leggja þeir mikið upp úr umhverfisvitund og sjálfbærni í tengslum við allt sem viðkemur leikunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólympíuleikarnir eru haldnir í Japan, því árið 1964 fóru leikarnir fram í Tókýó höfuðborg Japan.
Nánar ...
10.02.2018

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu​Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- menningar- og íþróttamálaráðherra, var viðstödd setningu Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang sem fram fór í gær og í dag skoðaði hún aðstæður á leikunum, hitti keppendur og heimsótti Ólympíuþorpið.
Nánar ...
05.02.2018

PyeongChang 2018 - Allir keppendur mættir

PyeongChang 2018 - Allir keppendur mættirAllir fimm íslensku keppendurnir á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 eru komnir í Ólympíuþorpið eftir langt ferðalag frá Íslandi, Noregi og Bandaríkjunum. Hluti farangurs skilaði sér ekki með hópnum en barst síðdegis í gær og því allt til reiðu fyrir dagskrá næstu daga.
Nánar ...