Fréttir frá Sumarólympíuleikum
Ríó 2016 - Vígsluathafnir í Ólympíuþorpinu
Fjölmargir viðburðir eiga sér stað í Ólympíuþorpinu fram að setningu leikanna þann 5. ágúst.
Minningarreitur og Friðarveggur hafa verið vígðir á síðustu dögum.
Einn mánuður í næstu Ólympíuleika
Föstudaginn 5. ágúst nk. verða Ólympíuleikarnir settir með formlegum hætti á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro. Þegar aðeins einn mánuður er til stefnu má segja að langt ferli sé að ná hámarki.
Ríó 2016 - Framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfestir keppendur vegna Ólympíuleika
Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær, fimmtudaginn 30. júní 2016, var staðfestur listi íslenskra keppenda á Ólympíuleikunum í Ríó. Nú þegar hafa sjö íþróttamenn unnið sér inn þátttökurétt eða náð lágmörkum á leikana .
EOC Seminar 2016
Á dögunum fór fram 37. málþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC Seminar) í borginni Tarragona á Spáni. Fulltrúar ÍSÍ á málþinginu voru þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.Þrír mánuðir í Ólympíuleika - Ríó 2016
Eftir þrjá mánuði, eða þann 5. ágúst nk., verða Ólympíuleikarnir settir formlega á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.Ólympíueldurinn kominn til Brasilíu
Í dag kom Ólympíueldurinn til Brasilíu og var fyrsti viðkomustaður höfuðborgin Brasília.
Næstu 95 daga mun Ólympíueldurinn heimsækja yfir 300 bæi og borgir í Brasilíu áður en hlaupið verður með kyndilinn inn á setningarhátíð Ólympíuleikana á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.100 dagar í Ólympíuleika - Ríó 2016
Í dag, miðvikudaginn 27. apríl, eru 100 dagar í að Ólympíuleikarnir 2016 í Ríó verði settir.
Tendrun Ólympíueldsins í Grikklandi í síðustu viku vakti athygli á því að næstu sumarleikar eru hinum megin við hornið.Ólympíueldurinn tendraður
Í dag var Ólympíueldurinn tendraður í hinn fornu borg Olympiu í Grikklandi, en þar fóru Ólympíuleikarnir fram til forna. Fimm nýjar íþróttagreinar í Tókýó 2020
Á næsta fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar, sem fram fer í Ríó 2016, mun nefndin taka loka ákvörðun um þær íþróttir sem keppt verður í á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Fimm borgir keppast um Ólympíuleikana 2024
Ólympíuleikarnir 2020 verða í Tokyo
Alþjóðaólympíunefndin heldur sitt 125. ársþing þessa dagana í Buenos Aires í Argentínu.
Á laugardaginn fór fram kosning um gestgjafa Ólympíuleikanna 2020, en þrjár borgir voru þar í kjöri.
Tokyo í Japan varð fyrir valinu á undan Istanbul og Madrid. Hlaut Tokyo 60 atkvæði í seinni umferð kosninga á móti 35 atkvæðum Istanbul. Madrid hafði fallið út í fyrri umferðinni, en borg þarf að hljóta meirihluta atkvæða til að verða valin sem gestgjafi, og því þarf stundum nokkrar umferðir til að velja sigurvegara.Ólympíusamhjálpin styrkir undirbúning fyrir Sochi 2014
Á síðasta ári sótti ÍSÍ um styrki til Ólympíusamhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014. Ólympíusamhjálpin veitir Ólympíunefndum styrki vegna íþróttamanna og fékk Ísland styrki fyrir fimm íþróttamenn sem allir koma frá Skíðasambandi Íslands. Nema styrkirnir 1.200 bandaríkjadölum (USD) á mánuði og er um allt að 14 mánuði að ræða, frá 1. janúar 2013 til 28. febrúar 2014. Auk þessa er veittur ferðastyrkur að hámarki 5.000 USD vegna hvers þeirra.