Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Fréttir frá Sumarólympíuleikum

05.07.2016

Einn mánuður í næstu Ólympíuleika

Einn mánuður í næstu ÓlympíuleikaFöstudaginn 5. ágúst nk. verða Ólympíuleikarnir settir með formlegum hætti á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro. Þegar aðeins einn mánuður er til stefnu má segja að langt ferli sé að ná hámarki.
Nánar ...
25.05.2016

EOC Seminar 2016

EOC Seminar 2016​Á dögunum fór fram 37. málþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC Seminar) í borginni Tarragona á Spáni. Fulltrúar ÍSÍ á málþinginu voru þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.
Nánar ...
03.05.2016

Ólympíueldurinn kominn til Brasilíu

Ólympíueldurinn kominn til BrasilíuÍ dag kom Ólympíueldurinn til Brasilíu og var fyrsti viðkomustaður höfuðborgin Brasília. Næstu 95 daga mun Ólympíueldurinn heimsækja yfir 300 bæi og borgir í Brasilíu áður en hlaupið verður með kyndilinn inn á setningarhátíð Ólympíuleikana á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.
Nánar ...
27.04.2016

100 dagar í Ólympíuleika - Ríó 2016

100 dagar í Ólympíuleika - Ríó 2016​Í dag, miðvikudaginn 27. apríl, eru 100 dagar í að Ólympíuleikarnir 2016 í Ríó verði settir. Tendrun Ólympíueldsins í Grikklandi í síðustu viku vakti athygli á því að næstu sumarleikar eru hinum megin við hornið.
Nánar ...
16.09.2015

Fimm borgir keppast um Ólympíuleikana 2024

Í morgun tilkynnti Alþjóðaólympíunefndin hvaða fimm borgir keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024. Þær borgir sem sóttu um að halda leikana eru Búdapest í Ungverjalandi, Hamburg í Þýskalandi, Los Angeles í Bandaríkjunum, París í Frakklandi og Róm á Ítalíu.
Nánar ...
09.09.2013

Ólympíuleikarnir 2020 verða í Tokyo

Ólympíuleikarnir 2020 verða í TokyoAlþjóðaólympíunefndin heldur sitt 125. ársþing þessa dagana í Buenos Aires í Argentínu. Á laugardaginn fór fram kosning um gestgjafa Ólympíuleikanna 2020, en þrjár borgir voru þar í kjöri. Tokyo í Japan varð fyrir valinu á undan Istanbul og Madrid. Hlaut Tokyo 60 atkvæði í seinni umferð kosninga á móti 35 atkvæðum Istanbul. Madrid hafði fallið út í fyrri umferðinni, en borg þarf að hljóta meirihluta atkvæða til að verða valin sem gestgjafi, og því þarf stundum nokkrar umferðir til að velja sigurvegara.
Nánar ...
09.04.2013

Ólympíusamhjálpin styrkir undirbúning fyrir Sochi 2014

Ólympíusamhjálpin styrkir undirbúning fyrir Sochi 2014Á síðasta ári sótti ÍSÍ um styrki til Ólympíusamhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014. Ólympíusamhjálpin veitir Ólympíunefndum styrki vegna íþróttamanna og fékk Ísland styrki fyrir fimm íþróttamenn sem allir koma frá Skíðasambandi Íslands. Nema styrkirnir 1.200 bandaríkjadölum (USD) á mánuði og er um allt að 14 mánuði að ræða, frá 1. janúar 2013 til 28. febrúar 2014. Auk þessa er veittur ferðastyrkur að hámarki 5.000 USD vegna hvers þeirra.
Nánar ...