Frábærum keppnisdegi er lokið í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þar sem Íslendingar unnu fimm gullverðlaun og eitt silfur. Eftir daginn er Ísland komið á toppinn með sex gullverðlaun, fimm silfur og tvö brons. Í öðru sæti er Lúxemborg með fimm gull, fimm silfur og þrjú brons.
Nánar ...30.05.2019
Í dag fór fram tvíliðaleikur í borðtennis á Smáþjóðaleikunum. Stella Karen Kristjánsdóttir og Agnes Brynjarsdóttir spiluðu kvennamegin og Magnús Gauti Úlfarsson og Magnús Jóhann Hjartarsson spiluðu karlamegin. Bæði pörin duttu úr keppni í riðlunum.
Nánar ...30.05.2019
Starfsmaður ÍSÍ hitti Helenu Sverrisdóttur og Sigrúnu Björgu Ólafsdóttur leikmenn kvennalandsliðsins í körfuknattleik eftir leik liðsins á móti Lúxemborg í dag þar sem Ísland vann góðan sigur með 76 stigum gegn 48. Nánar ...30.05.2019
Jórunn Harðardóttir skotíþróttakona er mætt á sína sjöundu Smáþjóðaleika. Í ár tekur hún þátt í loftskammbyssu og loftriffli kvenna. Hún endaði í 9. sæti í dag í loftskammbyssu með 539 stig og komst ekki í úrslit. Hún keppir í loftriffli á morgun.Nánar ...30.05.2019
Karlalandslið Íslands í blaki mætti Lúxemborg í dag á Smáþjóðaleikunum. Fyrir leikinn hafði íslenska liðið tapað tveimur leikjum á móti Svartfjallalandi 3:1 og San Marínó 3:0. Lúxemborg vann Mónakó 3:1 og tapaði fyrir Svartfjallalandi 3:0.
Nánar ...30.05.2019
Kvennalandsliðið í blaki spilaði sinn þriðja leik í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Fyrir hafði liðið tapað 3:0 gegn gestgjöfunum og unnið San Marínó 3:0. Lúxemborg tapaði 3:0 fyrir San Marínó og vann Liechtenstein 3:1.
Nánar ...30.05.2019
Keppendur í loftskammbyssu hófu keppni í dag, þau Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunn Harðardóttir og Ívar Ragnarsson. Íslensku karlarnir komust áfram úr undankeppninni í loftskammbyssu og þar með í 8 manna úrslit. Ásgeir Sigurgeirsson varð annar inn í úrslit með 576 stig og Ívar Ragnarsson þriðji með 561 stig, sem er glæsilegur árangur hjá íslensku strákunum.
Nánar ...30.05.2019
Birkir Gunnarsson keppti við Omar Sudzuka frá Möltu í morgun í 16. liða úrslitum í tenniskeppni Smáþjóðaleikanna. Leikurinn var æsispennandi. Birkir tapaði fyrstu lotu, en vann síðan næstu tvær. Leikurinn fór 2:1. Birkir keppir aftur einliðaleik seinnipartinn í dag.
Nánar ...30.05.2019
Forvitnilegt verður að sjá hvort að sólin láti sjá sig á 3. keppnisdegi Smáþjóðaleikanna á morgun, fimmtudaginn 30. maí, Hvort sem það gengur eftir eða ekki þá heldur keppnin áfram hér á leikunum og margir spennandi viðburðir á dagskrá.Nánar ...29.05.2019
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann viðureign sína gegn Möltu í dag, 80:76, eftir framlengingu. Stigahæstur í dag var Elvar Már Friðriksson með 33 stig. Tók hann 7 fráköst. Kristinn Pálsson var með 17 stig, þar af 4 af 8 í þriggja og Gunnar Ólafsson bætti við 9 stigum og Dagur Kár Jónsson var með 7 stig.
Nánar ...29.05.2019
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann viðureign sína gegn Möltu í dag, 80:76. Íslendingarnir byrjuðu vel og voru 22:14 yfir eftir fyrsta leikhluta og 34:21 í hálfleik. Seint í þriðja leikhluta var Ísland 49:30 yfir en Malta setti síðustu 8 stigin og minnkaði muninn. Þeir héldu áfram að sækja í framhaldinu og voru komnir með nokkurra stiga forskot þegar rúmar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Ísland sýndi mikinn karakter með því að koma sér inn í leikinn aftur og voru þremur stigum yfir þegar rúmar 6 sekúndur voru eftir. Malta jafnaði og lokaskot Íslands geigaði og því þurfi að framlengja.
Nánar ...29.05.2019
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut fyrir sterku liði Svartfjallalands 81:73 í öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag. Íslenska liðið átti góðan leik gegn svartfellska liðinu. Staðan var jöfn í hálfleik 35:35.
Nánar ...