Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Fréttir og tilkynningar

21.02.2017

Fyrirlestur Ron Maughan á Vimeo

Fyrirlestur Ron Maughan á VimeoÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Dr. Ron Maughan var einn af þeim fyrirlesurum sem flutti erindi á ráðstefnunni. Hér má sjá fyrirlesturinn:
Nánar ...
17.02.2017

Dr. Ron Maughan í Kastljósi

Dr. Ron Maughan í KastljósiÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Ron fór við tilefnið í viðtal í Kastljósi, þar sem hann ræddi um fæðubótarefni. Hann segir að það sé engin almenn skilgreining til á því hvað er fæðubótarefni og hvað ekki, en að það eitt sé víst að gæðaeftirliti með fæðubótarefnum sé ábótavant.
Nánar ...
27.01.2017

Fræðandi ráðstefna um lyfjamál

Fræðandi ráðstefna um lyfjamálÍ gær fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur stóðu fyrir ráðstefnunni, í samstarfi við HR, og var ráðstefnan hluti af WOW Reykjavik International Games 2017.
Nánar ...
13.01.2017

Ráðstefna um lyfjamál

Ráðstefna um lyfjamálÍ tengslum við WOW Reykjavik International Games 2017 standa ÍSÍ og ÍBR fyrir ráðstefnu um lyfjamál í íþróttum. Þar munu þrír einstaklega áhugaverðir fyrirlesarar flytja erindi.
Nánar ...
12.12.2016

Lokahluti skýrslu WADA kominn út

Þann 9. desember kom út lokahluti McLaren-skýrslunnar um lyfjam­is­notk­un íþrótta­fólks í Rússlandi, en Rich­ard McLar­en höf­und­ur skýrsl­unn­ar var ráðinn af Alþjóðalyfja­eft­ir­lit­sstofnuninni (WADA) til verks­ins. Fyrri hluti skýrslunnar kom út í júlí sl. Í nýju skýrslunni seg­ir að yfir 1.000 Rúss­ar hafi með aðstoð ríkisins nýtt sér efni á bannlista WADA til að auka ár­ang­ur sinn í íþróttum á ár­un­um 2011-2015. Ljóst er að íþrótta­fólkið notaði bönnuð efni samkvæmt rík­is­styrktri áætl­un. Fjór­ir verðlauna­haf­ar frá Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Sochi 2014 og fimm verðlaunahafar frá Ólymp­íu­leik­un­um í London 2012 eru þeirra á meðal.
Nánar ...
30.11.2016

Tölfræði WADA 2015

Tölfræði WADA 2015Nýlega gaf Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) út skýrslu sem inniheldur tölfræði yfir allar lyfjaprófanir framkvæmdar samkvæmt WADA stöðlum á heimsvísu árið 2015. Þetta er í fyrsta skipti sem út kemur skýrsla um lyfjaprófanir á heimsvísu síðan nýju alþjóðalyfjareglurnar komu út í byrjun árs 2015.
Nánar ...
22.11.2016

Minnum á bannlista WADA

Minnum á bannlista WADANú á dögunum birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september sl., en hann tekur gildi 1. janúar 2017. Hér má sjá bannlistann og hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...
31.10.2016

Nýr bannlisti WADA 2017

Nýr bannlisti WADA 2017 Nú á dögunum birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september sl., en hann tekur gildi 1. janúar 2017. Hér má sjá bannlistann og hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...
20.09.2016

Fundur norrænna lyfjaeftirlitsstofnanna

Fundur norrænna lyfjaeftirlitsstofnannaNú á dögunum var árlegur fundur norrænna lyfjeftirlitsstofnanna haldinn í húsakynnum ÍSÍ. Fundur þessi er haldinn á hverju ári og það var í höndum Lyfjaeftirlits ÍSÍ að skipuleggja fundinn að þessu sinni. Norræna samstarfið á rætur sínar að rekja allt til 9. áratugarins og árið 1994 var undirritað samkomulag um samræmingu lyfjaeftirlits á Norðurlöndunum sem stendur enn í dag. Samkomulagið snýst meðal annars um að samræma aðferðir við lyfjaprófanir sem og fræðslu, rannsóknir og að hafa sameiginlega rödd í alþjóðasamstarfi því er snertir lyfjamál í og utan íþrótta.
Nánar ...
08.03.2016

Tilkynning frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ

Að gefnu tilefni og í ljósi frétta utan landsteina um jákvæð sýni vegna lyfs sem bættist við á lista Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) yfir bönnuð efni og aðferðir þann 1. janúar sl., vill Lyfjeftirlit ÍSÍ koma því á framfæri að íþróttafólk ber sjálft alltaf og undir öllum kringumstæðum ábyrgð á því sem finnst í lífsýni viðkomandi.
Nánar ...