Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
Íslenska kvennalandsliðið í strandblaki keppti sinn fimmta og síðasta leik í dag. Liðið, sem skipar Matthildi Einarsdóttur og Heiðu Gunnarsdóttur, tapaði fyrir Carole Grethen og Rebekka Klerf frá Lúxemborg 2:0.
Nánar ...02.06.2017
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann til silfurverðlauna á Smáþjóðaleikunum 2017. Liðið tryggði sér verðlaunin eftir sigur á Lúxemborg, 59:44.Nánar ...02.06.2017
Erla S. Sigurðardóttir vann til bronsverðlauna í fjallahjólreiðum í dag. Erla hjólaði á 64 mínútum.
Kolbrún D. Ragnarsdóttir hafnaði í 4. sæti.Nánar ...02.06.2017
Helga K. Magnúsdóttir vann til gullverðlauna í bogfimi með trissuboga í dag. Hún vann keppanda frá Lúxemborg í úrslitum 140:129. Margrét Einarsdóttir vann til bronsverðlauna í bogfimi með trissuboga. Hún vann keppanda frá San Marínó í keppni um bronsverðlaunin, 137:133.
Nánar ...02.06.2017
Tveir íslenskir keppendur tóku þátt í skotfimi með leirdúfum í dag. Það voru þeir Örn Valdimarsson og Hákon Svavarsson. Örn fékk 66 stig og er í 4. sæti eftir fyrri undanúrslitin. Hákon er með 64 stig og er í 6. sæti. Efstir eru Kýpverjarnir Achilleos og Chasikos með 70 stig.
Nánar ...02.06.2017
Íslenska boðsundssveitin vann til gullverðlauna í 4x100 m skriðsundi kvenna. Bryndís Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Bryndís Bolladóttir syntu á tímanum 3:49,24 sek. Mónakó varð í 2. sæti.
Nánar ...02.06.2017