Í morgun fundaði Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City, með íslenska hópnum sem staddur er í æfingabúðum í Tama í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana.Nánar ...20.07.2021
Það er alltaf áskorun að halda út í heim til íþróttakeppni og ekki síst í verkefni eins og Ólympíuleika þar sem oft þarf að ferðast um langan veg að keppnisstað og dvölin getur orðið í lengra lagi. Fjarvera frá sínu nánasta fólki tekur á og oft fátt um afþreyingu. Nú á tímum kórónuveirufaraldurs eru áskoranirnar um margt þyngri þar sem takmarkanir á ferðafrelsi í Tókýó eru umtalsverðar og afþreying því mögulega fábreyttari en oft áður.Nánar ...15.07.2021
Í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó sem hefjast 23. júlí næstkomandi hafa verið gefnir út nokkrir skemmtilegir leikir sem allir unnendur Ólympíuleikanna geta nálgast og spilað. Nánar ...14.07.2021
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid, buðu Ólympíuförunum sem fljótlega leggja í hann til Tókýó til móttöku á Bessastöðum 13. júlí síðastliðinn. Nánar ...13.07.2021
Sendiherra Japans á Íslandi, Ryotaro Suzuki, bauð fulltrúum ÍSÍ til hádegisverðar í dag til að ræða þátttöku ÍSÍ í Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast 23. júlí nk. Með sendiherranum var Hiroyuki Nomura, starfsmaður sendiráðsins.Nánar ...08.07.2021
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó hafa staðfest að engir áhorfendur verði leyfðir á leikunum, sem settir verða 23. júlí næstkomandi og standa yfir til 8. ágúst. Ákvörðunin kemur í kjölfar viðræðna stjórnavalda í Japan og skipuleggjenda leikanna og er tekin í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins í Tókýó. Nánar ...05.07.2021
Í dag, mánudaginn 5. júlí, er lokadagur fyrir skráningar þátttakenda á Ólympíuleikana í Tókýó. Framkvæmdastjórn ÍSÍ fundaði síðastliðinn föstudag og staðfesti val á þátttakendum, en endurúthlutun á kvótasætum alþjóðasérsambanda var enn í gangi um helgina og því voru möguleikar á breytingum fram til dagsins í dag.Nánar ...05.07.2021
Tveir íslenskir dómarar hafa verið valdir af Alþjóðafimleikasambandinu til að dæma í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það eru þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir sem bæði eru reynslumiklir dómarar og hafa dæmt á fjölmörgum stórmótum, s.s. Ólympíuleikum. Nánar ...23.06.2021
Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir föstudaginn 23. júlí nk. og í dag er því einn mánuður í að leikanir hefjist formlega með setningarhátíð á Ólympíuleikvanginum.
Í Tókýó er allt tilbúið fyrir leikana. Keppnismannvirki eru glæsileg og Ólympíuþorpið ekki síðra en það er staðsett í fallegu umhverfi við flóann (Tokyo Bay).Nánar ...22.06.2021