Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
Flestir íslenskir þátttakendur lögðu af stað frá Íslandi í gærmorgun, en samtals eru íslenskir þátttakendur tæplega 200. Flogið var til Amsterdam, Frankfurt og London. Þeir þátttakendur sem flugu til London komust síðan ekki lengra vegna bilunar í tölvukerfi flugvallarins.Nánar ...26.05.2017
Smáþjóðaleikarnir hefjast í San Marínó 29. maí og standa til 3. júní.
Landsliðin í blaki og strandblaki eru öll farin utan. Kvennalandsliðið í blaki er í Varsjá í Póllandi og spilar þar í 2. umferð í undankeppni HM. Karlalandsliðið í blaki er í Lyon í Frakklandi og spilar þar í 2. umferð á HM í blaki. Strandblakið tekur þátt í æfingamóti á Spáni.Nánar ...24.05.2017
Smáþjóðaleikarnir fara fram 28. maí til 3. júní í San Marínó. Nýlega fór fram fundur með þeim aðilum sem verða í heilbrigðishlutverki á leikunum. Á fundinum var varið yfir ýmis atriði sem tengjast leikunum.
Nánar ...23.05.2017
Á miðvikudaginn sl. fór fram fundur blaklandsliða sem fara til San Marínó. Farið var yfir þau atriði sem huga þarf að hvað varðar þátttöku Íslands á leikunum. Þátttakendur fengu einnig sín föt afhent, en íslenskir þátttakendur munu klæðast fötum frá merkinu Peak á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...17.05.2017
Nú er í mörg horn að líta í lokaundirbúningi íslenska hópsins fyrir Smáþjóðaleikana 2017, sem fara fram í San Marínó frá 29. maí til 3. júní. Tæplega 200 manns eru í íslenska hópnum, þar af 136 keppendur. Af keppendum eru 73 karlar og 63 konur.
Nánar ...10.04.2017
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í gær, 8. desember, að sæma Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ómar Einarsson framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar Gullmerki ÍSÍ fyrir þeirra góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...29.11.2016
Í dag er hálft ár þar til Smáþjóðaleikarnir í San Marínó verða settir. Leikarnir standa frá 29. maí - 3. júní 2017. Á þeim tímamótum þurfa þátttökuþjóðir að senda áætlaðan fjölda keppenda og í hvaða keppnisgreinum þeir munu taka þátt. Nánar ...04.11.2016
Skýrsla sem inniheldur úrslit allra íþróttagreina á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru á Íslandi 1.- 6. júní 2015 er nú aðgengileg á Issuu-síðu Smáþjóðaleikanna.
Nánar ...12.05.2016
Eftir rúmlega eitt ár fara 17. Smáþjóðaleikar Evrópu fram í San Marínó. Hefst þá þriðja umferð leikanna, en þeir fyrstu fóru fram í San Marínó árið 1985 og hafa þeir verið haldnir á tveggja ára fresti síðan. Ísland var gestgjafi leikanna 1997 og 2015 en þau átta lönd sem stofnuðu til leikanna hafa skipt því hlutverki á milli sín frá upphafi. Níunda þjóðin, Svartfjallaland, bættist í hópinn fyrir nokkrum árum og verða þeir gestgjafar í fyrsta skipti árið 2019Nánar ...09.05.2016
Um helgina fór fram aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) auk fundar tækninefndar leikanna. Hefð er fyrir því að halda slíka fundi rúmu ári fyrir leika í því landi sem verður í gestgjafahlutverki ári síðar. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu fundinn auk Guðmundar Þ. Harðarsonar fulltrúa Íslands í tækninefnd GSSE.Nánar ...