Beint á efnisyfirlit síðunnar

23.06.2012

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim 23. júní, ár hvert. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tók þetta verkefni lengra í ár og skipulagði í samstarfi við sambands- og samstarfsaðila sína heila viku af íþróttatengdum viðburðum, Ólympíuviku ÍSÍ.
Nánar ...
23.05.2012

Sunnlendingar á Ólympíuleikum

Sýningin Sunnlendingar á Ólympíuleikum var haldin af tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og var samstarfsverkefni Héraðssambandsins Skarphéðins og Byggðasafns Árnesinga. Sýningin var framlag Sunnlendinga í afmælishátíðarhöldunum á þessum tímamótum.
Nánar ...
18.04.2012

Söfnun og skráning á íþróttatengdum skjölum

Þegar 100 dagar voru í Ólympíuleikana hóf ÍSÍ og Héraðsskjalasöfn á Íslandi samstarf sem snérist um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum og minni hlutum. Það sem um ræðir er m.a. ljósmyndir, myndbönd, fundargerðir, bréf, mótaskrár, félagaskrár, bókhald, merki og annað sem áhugavert sem kemur í ljós.
Nánar ...
08.03.2012

Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár

Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ gaf Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands út bók sem ber heitið „Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár”. Með útgáfu hennar er leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi. Ákveðið var að fara nýja leið við upprifjun sögunnar og leggja aðaláhersluna á að fjalla um þau víðtæku áhrif sem íþróttastarfið og íþróttahreyfingin hefur haft á íslenskt samfélag í gegnum tíðina.
Nánar ...
29.01.2012

Afmælisdagurinn

Afmælisárið hófst með hátíðarhöldum þann 28. janúar, á afmælisdeginum sjálfum. Þá var boðið í veislu í Ráðhús Reykjavíkur. Ástæða þess að veislan var haldin þar var að á sama stað eða í Bárubúð var ÍSÍ stofnað fyrir 100 árum. Margt var um manninn í Ráðhúsinu þar sem ræðuhöld og viðurkenningar voru afhent.
Nánar ...
14.02.2011

ÍSÍ fréttir - nýtt tölublað

Út er komið annað tölublað ÍSÍ frétta, en að þessu sinni er fjallað um Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, úthlutun afreksstyrkja 2011, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar o.fl.
Nánar ...
11.01.2011

ÍSÍ fréttir koma út að nýju

Hér á heimasíðu ÍSÍ má nú finna janúar tölublað ÍSÍ frétta. Fyrir nokkrum árum komu ÍSÍ fréttir út með reglulegum hætti og voru efnistök víðtæk. Nú er ætlunin að hefja þessa útgáfu að nýju, en að þessu sinni með vefriti.
Nánar ...

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  24