Beint á efnisyfirlit síðunnar

09.11.2012

Kvennalandsliðið í knattspyrnu hlaut viðurkenningu

Kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk í gær, á Degi gegn einelti, afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram hátíðardagskrá í tilefni af þessum baráttudegi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti landsliðinu viðurkenninguna.
Nánar ...
08.11.2012

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Fólk um allan heim er hvatt til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti og kynbundnu ofbeldi með því að hringja alls konar bjöllum kl. 13.00 að staðartíma hvers lands þann 8. nóvember samfellt í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Ýmsar aðrar leiðir eru einnig færar til að efla jákvæð samskipti í þjóðfélaginu og nær hvatningin einnig til skóla, vinnustaða og stofnana, þ.m.t. kirkna og trúfélaga.
Nánar ...
08.11.2012

Nefnd um íþróttir 60+

Nefnd um íþróttir 60+ heimsótti Félag eldri borgara á Álftanesi mánudaginn 5. nóvember. Vel var tekið á móti okkur í Litlakoti þar sem félagið hefur sína starfsemi. Félag eldri borgara á Álftanesi er með öfluga starfsemi þar sem öllum sem hafa náð 60 ára aldri er boðið að taka þátt í sundleikfimi, gönguhóp, pútti og annarri afþreyingu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.
Nánar ...
07.11.2012

Kynning á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á formannafundi ÍBH

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar leitaði til ÍSÍ varðandi kynningu á verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á formannafundi bandalagsins sem haldinn var laugardaginn 3. nóvember síðastliðinn. ÍBH hefur lagt á það áherslu að aðildarfélög bandalagsins kynni sér kosti þess að gerast fyrirmyndarfélög ÍSÍ.
Nánar ...
02.11.2012

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða með öðrum þeim hætti sem telst bæta þekkingu þeirra í þjálfun og mun þar með nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til .....
Nánar ...
31.10.2012

Forvarnardagurinn 2012 er í dag!

Forvarnardagurinn er nú haldinn í sjöunda sinn. Dagurinn er hugmynd forseta lýðveldisins, Ólafs Ragnars Grímssonar og var í upphafi ætlaður nemendum í 9. bekk í grunnskólum landsins. Framhaldsskólunum var svo boðin þátttaka í fyrra og er svo aftur í ár. Gaman er að geta þess að allir framhaldsskólar landsins eru með í verkefninu í ár.
Nánar ...
26.10.2012

Verðlaunaafhending í Lífshlaupi framhaldsskólana

Verðlaunaafhending í Lífshlaupi framhaldsskólana fór fram í dag, föstudaginn 26. október, í íþróttamiðstöðinni. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, nefndarmaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ ávarpaði gesti og veiti fulltrúum skólanna sín verðlaun ásamt Kristjáni Þór Magnússyni, sem á sæti í
Nánar ...
25.10.2012

Sambandsaðilar funda um ólympíska leika

Í gær, miðvikudaginn 24. október, hélt Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ fund með sérsamböndum og íþróttanefndum ÍSÍ þar sem á dagskrá voru þeir sumarleikar sem eru framundan á næstu árum. Fundurinn hófst á umræðu um Ólympíuleikana 2012 í London þar sem fulltrúar þeirra sérsambanda er áttu keppendur á leikunum fóru yfir atriði sem snúa að undirbúningi og þátttöku sem og þá þætti sem hafa þarf í huga fyrir næstu leika. Formaður sviðssins, Friðrik Einarsson og sviðsstjóri, Andri Stefánsson, fóru yfir fjölmörg mál sem snúa að þátttöku Íslands í erlendum verkefnum og kynntu helstu þætti þeirra. Voru til umræðu Ólympíuleikarnir í Ríó 2016, Ólympíuleikar ungmenna í Nanjing 2014, Smáþjóðaleikar í Luxembourg 2013 og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Utrecht 2013.
Nánar ...
25.10.2012

Kynningar í framhaldsskólum

Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs heimsótti tvo framhaldsskóla á dögunum og var með kynningar og umfjöllun um ýmislegt sem snertir nám nemenda á íþróttasviði. Hann fjallaði m.a. um skipulag ÍSÍ, þjálfaramenntun og barna- og unglingastefnu ÍSÍ auk þess að ræða um siðfræði tengda íþróttaþjálfurum. Fyrri fyrirlesturinn var í Menntaskólanum á Tröllaskaga föstudaginn 19. október síðastliðinn og sá síðari í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 24. október.
Nánar ...
24.10.2012

Gengið í skólann um allt land

Nú hafa þátttökuskólar í Göngum í skólann sent inn myndir og annað efni er segir frá þátttöku þeirra þetta árið. Það er undir hverjum skóla komið hvernig útfærsla verkefnisins er. Hægt er að taka þátt hluta úr göngum í skólann mánuðinum eða allan tímann. Einhverjir skólar skipuleggja sérstaka göngudaga meðan aðrir skrá niður ferðavenjur nemenda allan tímann.
Nánar ...
21.10.2012

Ólympíuleikar ungmenna 2018

Alþjóðaólympíunefndin hefur birt lista yfir þær borgir sem sótt hafa um að halda Ólympíuleika ungmenna árið 2018. Um er að ræða borgirnar Buenos Aires í Argentínu, Glasgow á Skotlandi, Guadalajara í Mexikó, Medellín í Kólumbíu og Rotterdam í Hollandi. Þessi listi
Nánar ...
18.10.2012

Úrslit í Lífshlaupi framhaldsskólana

Lífshlaup framhaldsskólana lauk síðastliðinn þriðjudag. Um 6500 nemendur og kennarar tóku þátt í Lífshlaupi framhaldsskólana. Staðfest úrslit voru birt á vef verkefnisins í dag. Fjölbrautarskóli Suðurnesja, Flensborgarskóli og Menntaskólinn að Laugarvatni unnu sína flokka. Nánari úrslit er að
Nánar ...

    Á döfinni

    23