Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

31.05.2013

Smáþjóðaleikarnir 2015 kynntir

Smáþjóðaleikarnir 2015 kynntirÁ meðan íslensku þátttakendurnir á Smáþjóðaleikunum hafa gert það gott á keppnisstöðum leikanna þá hefur ÍSÍ staðið fyrir öflugri kynningu á leikunum sem haldnir verða hér á landi árið 2015.
Nánar ...
31.05.2013

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

Verðlaun voru veitt til sigurliða Hjólað í vinnuna í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Heilartennur.is, GÁP Hjólabúðin, Ófeigur gullsmiðjan og Sturta.is, Roðasalir Dagþjálfun, Efnalaug Suðurlands, Íþróttamiðstöð Reykholts, Heilsuleikskólinn Suðurvellir, Sabre Iceland, Síðuskóli, Verkís, Advania og Íslandsbanki sigruðu í sínum flokkum og náðu flestum dögum en liðið Tannhjólin frá Advania hjólaði flesta kílómetra eða 6.416 og liðið Trackshittaz frá Gagnavörslunni hjólaði 911,31 kílómetra á mann.
Nánar ...
30.05.2013

Íslandsmet, mótsmet og óvænt verðlaun á þriðja keppnisdegi

Íslandsmet, mótsmet og óvænt verðlaun á þriðja keppnisdegiÞað var fjölbreytt dagskrá á þriðja keppnisdegi og í mörg horn að líta fyrir fararstjórn og fjölmiðlamenn til að komast yfir allt sem var í gangi. Stelpurnar í borðtennis spiluðu í tvíliðaleik og töpuðu báðum sínum leikjum. Strandblakslið kvenna lauk sínum síðasta leik á leikunum með því að tapa fyrir Andorra. Karlaliðið í blaki spilaði við Kýpur sem er með eitt sterkasta liðið í keppninni og tapaði 3 - 0. Í næsta sal spilaði Ísland á móti Andorra í körfuknattleik karla. Þar höfðum við nauman sigur í blálokin 72-67 í spennandi leik.
Nánar ...
30.05.2013

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. stigs

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. stigsSumarfjarnám 1. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 24. júní nk. og tekur átta vikur. Um er að ræða samtals 60 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 25.000.- Allt efni er innifalið í gjaldinu s.s. bókin Þjálffræði sem send er heim til þátttakenda ásamt öðru efni. Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það jafngildir áfanganum ÍÞF 1024 sem kenndur er í framhaldsskólum landsins. Námið er allt í fjarnámi, það eru engar staðbundnar lotur!
Nánar ...
30.05.2013

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan 12:10 – 13:00 á morgun, föstudaginn 31. maí. Allir velkomnir. Liðsstjórar vinningsvinnustaða og liða í kílómetrakeppninni eru sérstaklega hvattir til þess að mæta og taka á móti sínum verðlaunum. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfalla daga. Í kílómetrakeppninni eru þremur efstu liðunum veit verðlaun fyrir heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra.
Nánar ...
30.05.2013

Keppnisdagskrá fyrir fimmtudag 30. maí

Keppnisdagskrá fyrir fimmtudag 30. maíÞriðji keppnisdagur á Smáþjóðaleikunum er í dag fimmtudag 30. maí. Margar greinar verða í gangi og úrslit verða í mörgum greinum. Hægt er að nálgast dagskrána hér. Við minnum á að hægt er að fylgast með örari fréttaflutningi frá leikunum á facebooksíðu ÍSÍ.
Nánar ...
29.05.2013

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana 2015

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana 2015Ísland verður gestgjafi Smáþjóðaleikanna árið 2015. Undirbúningur fyrir þá leika er þegar hafinn og á leikunum sem nú standa yfir í Luxemborg eru aðilar á vegum ÍSÍ til að taka út og skoða stærstu þættina í undirbúningi slíkra leika.
Nánar ...
29.05.2013

Dagskrá greina á 2. keppnisdegi

Dagskrá greina á 2. keppnisdegiHægt er að nálgast dagskrá keppnisgreina íslenska hópsins á 2. keppnisdegi hér. Við viljum hvetja fólk til að kíkja á fésbókarsíðu ÍSÍ en þar eru settar inn myndir og nánari fréttir af árangri íslensku þátttakendanna.
Nánar ...
29.05.2013

Fyrsta keppnisdegi lokið - samantekt

Fyrsta keppnisdegi lokið - samantektAð loknum fyrsta keppnisdegi þá er Ísland í öðru sæti yfir flest verðlaun unninn. Heimaþjóðin Lúxemborg er í efsta sæti. Samtals fékk Ísland 7 gull, 10 silfur og 8 brons.
Nánar ...
27.05.2013

Helena Sverrisdóttir fánaberi Íslands

Helena Sverrisdóttir fánaberi ÍslandsSetningarhátíð Smáþjóðaleikanna í Luxemborg var sett kl. 20 í kvöld og tókst vel til. Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona var fánaberi Íslands og leiddi vasklegt lið Íslands inn á leikvanginn.
Nánar ...
26.05.2013

Smáþjóðaleikar í Lúxemborg - ferðadagur

Á mánudaginn 27. maí munu Smáþjóðaleikarnir verða settir í fimmtánda sinn í Lúxemborg. Það var rúmlega 100 manna hópur sem hélt utan árla morguns sunnudaginn 26. júní fyrir utan íþróttamiðstöðina í Laugardal. Hópurinn saman stendur af keppendum, þjálfurum, flokkstjórum, liðstjórum, sjúkraþjálfurum, lækni, sálfræðingi og gestum.
Nánar ...